Fer á milli hesthúsa og skiptir faxi á hestum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 07:04 Aníta Rós Kristjánsdóttir, sem hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hér er hún að vinna í hesthúsinu í Austurási í Árborg við að skipta faxinu á merinni Kröflu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sautján ára stelpa í Mosfellsbænum hefur meira en nóg að gera að fara á milli hesthúsa og skipta faxi á hestum. Hún segir að hestunum líki mjög vel við slíkt dekur en það tekur hana um fjörutíu og fimm mínútur að skipta faxinu með tilheyrandi föndri. Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Aníta Rós Kristjánsdóttir fer ekki bara í hesthús á höfuðborgarsvæðinu því hún fer líka á Suðurland og í Borgarfjörð. Hér er hún mætt í fax skiptinu í hesthúsinu í Austurási í Árborg til að skipta faxinu á merinni Kröflu, sem er drottningin í hesthúsinu. „Þetta er sem sagt bæði mjög fallegt, þetta felur list í sér. Þetta er róandi fyrir hestinn og hesturinn finnur alveg vel fyrir því þegar þunginn á faxinu jafnast. Ef hestar eru með mjög mikið fax þá er faxið kannski bara öðru megin, þá er alltaf meiri þungi þar. Svo náttúrulega þegar þú skiptir faxinu þá jafnast þessi þungi og hestinum líður bara miklu betur í líkamanum sínum“, segir Aníta Rós. Það er augljóst að hestunum líður mjög vel þegar Aníta Rós er að skipta faxinu. „Já, þeir róast mjög mikið við þetta, þetta er eins og gott nudd fyrir þá. Mannfólkið þekki þetta, ef einhver er að nudda þig eða fikta í hárinu á þér, þá finnst manni það ógeðslega þægilegt, þeim finnst það líka.“ Aníta Rós segir að skiptingin haldi sér í fjórar til sex vikur. En hvernig er að vera atvinnumaður í þessu faxi, hestafaxskiptinga stelpa? „Þetta er bara mjög skemmtilegt, maður hittir alltaf eitthvað nýtt fólk og nýja hesta og er í nýju umhverfi á hverjum degi. Mér finnst alltaf skemmtilegt að kynnast nýju fólki, ég er ekkert að kvarta yfir þessu,“ segir Aníta Rós hlægjandi. Handverkið er fallegt hjá Anítu Rós en skiptingin heldur sér yfirleitt í fjórar til sex vikur.Aðsend
Árborg Hestar Landbúnaður Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira