100 milljóna króna göngu og hjólastígur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. mars 2021 12:35 Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, sem fagnar því að sveitarfélagið hafi fengið hæsta styrkin í ár úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða. Aðsend Nú styttist óðum í að framkvæmdir við lagningu göngu- og hjólastígs frá Svínafelli yfir í Þjóðgarðinn í Skaftafelli hefjist en Sveitarfélagið Hornafjörður fékk í vikunni tæplega hundrað milljónir króna styrk í verkið. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn. Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti í vikunni styrki til 54 verkefna um allt land og nemur styrkupphæðin samtals 807 milljónum króna. Hæsta styrkinn hlaut Sveitarfélagið Hornafjörður, eða 97,4 milljónir króna til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli. Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri er hæstánægð með styrkinn. „Já, við sóttum í sjóðinn fyrir tveimur árum og fengum þá fjármagn í að hanna stíginn. Nú liggur hönnunin fyrir þannig að nú getum við farið að hefjast handa við að leggja göngu og hjólreiðastíginn, sem tengir Svínafell við Freysnes og við flugvöllinn í Skaftafelli og svo þjónustumiðstöð Vatnakjökulsþjóðgarðs inn í Skaftafelli“, Matthildur segir að stígurinn verði um 10 kílómetrar. „Það er frábært að fá þennan styrk. Á svæðinu erum við að glíma við náttúruöflin. Það er sprunga á Svínadalsheiðinni, sem gæti fallið hvenær sem er og við erum svona að reyna að bjóða upp á leiðir fram hjá svæðinu þannig að fólk staldri ekki allt of lengi á sama stað, heldur geti farið leiðar sinnar annað hvort hjólandi eða gangandi með fram skriðjöklunum,“ segir Matthildur. Nýi göngu og hjólreiðastígurinn verður um 10 kílómetrar í Sveitarfélaginu Hornafirði.Aðsend En hvenær ætlar Matthildur og hennar fólk að hefja framkvæmdir og hvenær mun þeim ljúka? „Vonandi sem fyrst. Ég er nú ekki með það á hreinu hvenær þeim lýkur en þetta felur í sér einhverja brúargerð þannig að við þurfum að bjóða verkefnið út. Við erum ekki alveg komin á það stig enn þá. Það þarf að fara að vinna að útboðsgögnum þannig að hægt sé að bjóða út þessa framkvæmd," segir bæjarstjórinn.
Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira