Erlent

Hollendingar gera hlé á notkun bólu­efnis AstraZene­ca

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Gert hefur verið hlé á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi og víðar.
Gert hefur verið hlé á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi og víðar. Vísir/Vilhelm

Hollendingar hafa ákveðið að fara sömu leið og fleiri þjóðir, Íslendingar þar á meðal, og gera hlé á notkun bólefnis frá AstraZeneca gegn kórónuveirunni.

Ástæðan er örfá tilfelli blóðtappa meðal þeirra sem fengið hafa efnið í Evrópu. Auk Hollendinga og Íslendinga hafa nú Danir, Norðmenn, Búlgarar og Tælendingar ákveðið að bíða með notkun efnisins uns frekari rannsóknir hafa verið gerðar.

Lyfjastofnun Evrópu rannsakar nú málið en segir að í millitíðinni séu kostir efnisins enn meiri en mögulegir gallar og er því ekki lagst gegn því að það sé notað. Fyrrgreindu löndin ætla hins vegar að hafa vaðið fyrir neðan sig og hafa því ákveðið að bíða með notkun efnisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×