Loftgæði í Beijing mjög hættuleg Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 15. mars 2021 08:48 Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Getty Gríðarleg loftmengun er nú í kínversku höfuðborginni Beijing en öflugur sandstormur blæs yfir borgina og eykur enn á þá miklu mengun sem fyrir er venjulega í stórborginni. Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra. Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Skyggni er lítið sem ekkert í borginni og rauðgulur blær á öllum myndum þar sem geislar sólarinnar komast ekki í gegnum huluna. Loftgæði eru nú sögð afar hættuleg en loftgæði mældust þar í morgun 999 á hinum svokallaða AQI skala. Á sama tíma sýndu mælar í Tokyo 52, Í Sidney 17 og 26 í New York, til samanburðar. Svifryksmengunin í borginni mældist 600 á sama tíma, en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að loftgæði á þeim skala megi helst ekki fara mikið upp fyrir 25. Sandstormurinn þekur tólf héröð Kína gulu ryki og sandi, samkvæmt frétt South China Morning Post, og hefur veðurstofa landsins sett á gula viðvörun, sem er sú næst hæsta af fjórum. Borgin verður reglulega fyrir sandstormum frá Góbí eyðimörkinni í mars og apríl en veðurstofa Kína segir þennan þann versta sem sést hafi í áratug. Reuters segir Peking verða reglulega fyrir sandstormum vegna nálægðar höfuðborgarinnar við Góbíeyðimörkina og sömuleiðis vegna skógareyðingar í norðvesturhluta Kína. Frá Tiananmentorgi í Peking.Getty Ráðamenn þar hafa reynt að gróðursetja nýja skóga og bæta ástand svæðisins og segja það hafa hjálpað. Umhverfisráðuneyti Kína sagði í fyrra að stormarnir kæmu seinna á árinu og hættu fyrr, miðað við fyrir áratug síðan. Þó sandstormarnir hafi skánað hefur mengun verið mikið á svæðinu. Í Peking lýsti einn íbúi ástandinu við heimsendi, í samtali við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Skólar felldu niður alla viðburði utandyra og fólki með undirliggjandi heilsukvilla var ráðlagt að halda sig innandyra.
Kína Loftslagsmál Mongólía Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira