Samningar um læknisþjónustu Reynir Arngrímsson skrifar 15. mars 2021 13:01 Það er alkunna að læknar hafa verið ötulir talsmenn og forystumenn þeirrar stöðugu uppbyggingar heilbrigðiskerfisins á Íslandi sem verið hefur síðustu áratugi. Íslenskt heilbrigðiskerfi er þekkt fyrir fagmennsku í fremstu röð og öfluga læknisþjónustu eins og samanburður við önnur lönd sýnir. Læknar eiga ekki síst þátt í þeirri framþróun og nýsköpun kerfisins, sem heldur starfseminni gangandi. Því er þó ekki að leyna og er áhyggjuefni að áhrif lækna á ákvarðanatöku innan heilbrigðiskerfisins og stofnanna þess hafa farið minnkandi á sl. árum. Þess sjást víða merki í kerfinu. Það bitnar á sjúklingum þegar nálgun og sjónarmiðum lækna í skipulagningu og stjórnun er ýtt til hliðar. Of lengi var ekki hlustað á ítrekaðar ábendingar lækna um hættu sem stafaði af því að draga saman fjárveitingar til innviða kerfisins. Má þess sjá m.a. merki í viðvarandi biðlistum eftir ýmsum tegundum aðgerða, eins og bæklunaraðgerða sem og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Um tíma lenti Ísland innan OECD landanna í næst neðsta sæti og hefur lengi varið lægra hlutfalli af þjóðarframleiðslunni til reksturs en frændþjóðir okkar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð lækna. Ómálefnalegar dylgjur Nú virðist ætlunin að gera starfsemi lækna í sjálfstæðum rekstri enn einu sinni að pólitísku bitbeini í aðdraganda kosninga til Alþingis. Umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kveiks fimmtudaginn 11. mars sl. var þessu marki brennd. Fram eru settar órökstuddar ásakanir um meint misferli fremur en að horfa til þess faglega metnaðar sem einkennir læknastéttina og störf þeirra. Dregin eru fram einstök mál samhengislaust og án nokkurra tilrauna til að tengja við umfang starfsemi og greiðslur fyrir þjónustu og dylgja þannig um óheillindi læknastéttarinnar í heild hérlendis og erlendis. Markmiðið slíks málflutnings virðist vera að rýra með öllum tiltækum meðölum það trausta samband sem myndast hefur á milli lækna og sjúklinga í gegnum tíðina og gera þá og starfsemi þeirra tortryggilega með tilvísunum í fjárhagslega hagsmuni fremur en trausta faglega þjónustu. Með því að beina spjótum að þessum þjónustuþætti opinbera heilbrigðiskerfisins, sem hefur verið í höndum sjálfstætt starfandi einstaklinga og almenn ánægja, friður og samstaða hefur ríkt um er verið að draga fjöður yfir þann raunverulega vanda sem að heilbrigðiskerfinu steðjar sem er skert aðgengi sjúkratryggðra að margvíslegri þjónustu, mönnunarvanda, slæmu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og vanrækslu á viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis um árabil. Læknar standa fyrir stöðugleika í heilbrigðiskerfinu og vilja tryggja hagsmuni sjúklinga með opninni og aðgengilegri faglegri þjónustu byggða á gagnreyndum vísindum og traustri reynslu. Fagleg og hagkvæm þjónusta Umfang starfsemi sjálfstætt starfandi lækna er vissulega umtalsverð eða um 500.000 sjúklingakomur á ári á læknastofur þeirra, fyrst og fremst samkvæmt tilvísunum frá heilsugæslu, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum þó ekki megi heldur vanmeta mikilvægi valfrelsis sjúklinganna sjálfra til að leita sér þjónustuaðila þegar kemur að læknisþjónustu. Læknar leggja áherslu á mikilvægi að sjúkratryggingarétturinn sé áfram skilgreindur út frá þörfum sjúklinga, notenda þessarar þjónustu og að fjármagn fylgi sjúklingum þangað sem þeir vilja leita þessarar þjónustu. Kostnaður vegna þessarar umfangsmiklu þjónustu sérgreinalækna er ekki mikill ef allt er skoðað. Hún er hagkvæm fyrir samfélagið enda renna aðeins 6% af útgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar til hennar. Þjónustukannanir sýna mikla ánægju sjúklinga með þjónustu lækna á eigin starfsstofum. Fram til þessa hefur verið samið við sjálftætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn, lækna sem aðra, á grunni ákveðinnar þjónustu og greiðslu fyrir unnin verk. Þar er nýting hverrar krónu skilgreind í samningum sem Sjúkratryggingar gera eða gjaldskrár ef Sjúkratryggingum hentar ekki að gera samning við einstaka hópa heilbrigðisstarfsmanna sem starfa sjálfstætt og sem sjúkratryggingar ná til. Óljóst er hvar hægt væri að veita þessa þjónustu annars staðar þar sem innviðina skortir. Í því sambandi er mikilvægt að fram komi að á næstu árum þarf nýliðun á meðal sérfræðilækna að vera 20-25 á ári ef halda á uppi sama þjónustustigi og verið hefur þar sem um 40% sjálfstætt starfandi sérfræðilækna fara á eftirlaun á næstu 5-6 árum. Það er áhyggjuefni sem stjórnvöld verða að takast á við. Viðspyrnu ekki niðurrif Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og annarra heilbrigðistétta, draga úr fjármagni og þar með framboði til sjúklinga á sérhæfðri læknisþjónustu. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjónustig og aðgengi sjúklinga að fullnægjandi og bestu heilbrigðisþjónustu eins og lög um réttindi sjúklinga kveða á um. Samtök lækna eru reiðubúin til samtals við heilbrigðisyfirvöld um stefnumörkun og skipulag heilbrigðisþjónustunnar með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Það er alkunna að læknar hafa verið ötulir talsmenn og forystumenn þeirrar stöðugu uppbyggingar heilbrigðiskerfisins á Íslandi sem verið hefur síðustu áratugi. Íslenskt heilbrigðiskerfi er þekkt fyrir fagmennsku í fremstu röð og öfluga læknisþjónustu eins og samanburður við önnur lönd sýnir. Læknar eiga ekki síst þátt í þeirri framþróun og nýsköpun kerfisins, sem heldur starfseminni gangandi. Því er þó ekki að leyna og er áhyggjuefni að áhrif lækna á ákvarðanatöku innan heilbrigðiskerfisins og stofnanna þess hafa farið minnkandi á sl. árum. Þess sjást víða merki í kerfinu. Það bitnar á sjúklingum þegar nálgun og sjónarmiðum lækna í skipulagningu og stjórnun er ýtt til hliðar. Of lengi var ekki hlustað á ítrekaðar ábendingar lækna um hættu sem stafaði af því að draga saman fjárveitingar til innviða kerfisins. Má þess sjá m.a. merki í viðvarandi biðlistum eftir ýmsum tegundum aðgerða, eins og bæklunaraðgerða sem og hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Um tíma lenti Ísland innan OECD landanna í næst neðsta sæti og hefur lengi varið lægra hlutfalli af þjóðarframleiðslunni til reksturs en frændþjóðir okkar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð lækna. Ómálefnalegar dylgjur Nú virðist ætlunin að gera starfsemi lækna í sjálfstæðum rekstri enn einu sinni að pólitísku bitbeini í aðdraganda kosninga til Alþingis. Umfjöllun sjónvarpsþáttarins Kveiks fimmtudaginn 11. mars sl. var þessu marki brennd. Fram eru settar órökstuddar ásakanir um meint misferli fremur en að horfa til þess faglega metnaðar sem einkennir læknastéttina og störf þeirra. Dregin eru fram einstök mál samhengislaust og án nokkurra tilrauna til að tengja við umfang starfsemi og greiðslur fyrir þjónustu og dylgja þannig um óheillindi læknastéttarinnar í heild hérlendis og erlendis. Markmiðið slíks málflutnings virðist vera að rýra með öllum tiltækum meðölum það trausta samband sem myndast hefur á milli lækna og sjúklinga í gegnum tíðina og gera þá og starfsemi þeirra tortryggilega með tilvísunum í fjárhagslega hagsmuni fremur en trausta faglega þjónustu. Með því að beina spjótum að þessum þjónustuþætti opinbera heilbrigðiskerfisins, sem hefur verið í höndum sjálfstætt starfandi einstaklinga og almenn ánægja, friður og samstaða hefur ríkt um er verið að draga fjöður yfir þann raunverulega vanda sem að heilbrigðiskerfinu steðjar sem er skert aðgengi sjúkratryggðra að margvíslegri þjónustu, mönnunarvanda, slæmu starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks og vanrækslu á viðhaldi og uppbyggingu húsnæðis um árabil. Læknar standa fyrir stöðugleika í heilbrigðiskerfinu og vilja tryggja hagsmuni sjúklinga með opninni og aðgengilegri faglegri þjónustu byggða á gagnreyndum vísindum og traustri reynslu. Fagleg og hagkvæm þjónusta Umfang starfsemi sjálfstætt starfandi lækna er vissulega umtalsverð eða um 500.000 sjúklingakomur á ári á læknastofur þeirra, fyrst og fremst samkvæmt tilvísunum frá heilsugæslu, heilbrigðisstofnunum og sjúkrahúsum þó ekki megi heldur vanmeta mikilvægi valfrelsis sjúklinganna sjálfra til að leita sér þjónustuaðila þegar kemur að læknisþjónustu. Læknar leggja áherslu á mikilvægi að sjúkratryggingarétturinn sé áfram skilgreindur út frá þörfum sjúklinga, notenda þessarar þjónustu og að fjármagn fylgi sjúklingum þangað sem þeir vilja leita þessarar þjónustu. Kostnaður vegna þessarar umfangsmiklu þjónustu sérgreinalækna er ekki mikill ef allt er skoðað. Hún er hagkvæm fyrir samfélagið enda renna aðeins 6% af útgjöldum til heilbrigðisþjónustunnar til hennar. Þjónustukannanir sýna mikla ánægju sjúklinga með þjónustu lækna á eigin starfsstofum. Fram til þessa hefur verið samið við sjálftætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn, lækna sem aðra, á grunni ákveðinnar þjónustu og greiðslu fyrir unnin verk. Þar er nýting hverrar krónu skilgreind í samningum sem Sjúkratryggingar gera eða gjaldskrár ef Sjúkratryggingum hentar ekki að gera samning við einstaka hópa heilbrigðisstarfsmanna sem starfa sjálfstætt og sem sjúkratryggingar ná til. Óljóst er hvar hægt væri að veita þessa þjónustu annars staðar þar sem innviðina skortir. Í því sambandi er mikilvægt að fram komi að á næstu árum þarf nýliðun á meðal sérfræðilækna að vera 20-25 á ári ef halda á uppi sama þjónustustigi og verið hefur þar sem um 40% sjálfstætt starfandi sérfræðilækna fara á eftirlaun á næstu 5-6 árum. Það er áhyggjuefni sem stjórnvöld verða að takast á við. Viðspyrnu ekki niðurrif Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og annarra heilbrigðistétta, draga úr fjármagni og þar með framboði til sjúklinga á sérhæfðri læknisþjónustu. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þjónustig og aðgengi sjúklinga að fullnægjandi og bestu heilbrigðisþjónustu eins og lög um réttindi sjúklinga kveða á um. Samtök lækna eru reiðubúin til samtals við heilbrigðisyfirvöld um stefnumörkun og skipulag heilbrigðisþjónustunnar með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun