Félagið birti í kvöld myndband á Twitter-síðu sinni þar sem hið sívinsæla HÚH var notað en skiptin hafa legið í loftinu.
Það verður því væntanlega staðfest síðar í kvöld að Suðurnesjamaðurinn sé búinn að skrifa undir samninginn í Bandaríkjunum.
Arnór Ingvi hefur leikið með Malmö síðan 2018 en hann varð sænskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð.
Einnig hefur hann leikið með AEK Aþenu, Rapid Vín, Norrköping og Sandes Ulf í atvinnumennsku.
Liðið fór alla leið í undanúrslit MLS-deildarinnar á síðustu leiktíð.
— New England Revolution (@NERevolution) March 15, 2021