Innlent

Ræða möguleikann á annarri ferðagjöf

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að til greina komi að gefa landsmönnum aðra ferðagjöf í sumar.

Hún segir þó að engin ákvörðun hafi verið tekin í málinu en í ljósi þess hve vel ferðagjöfin virkaði í fyrra og hafi haft jákvæð áhrif á hagkerfið þá telji Þórdís réttast að skoða mögulegar útfærslur á nýrri ferðagjöf. Málið verði rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Þá bendir Þórdís einnig á að nú sé aðeins búið að nýta um helming ferðagjafarinnar sem gefin var í fyrra og ráðstafa um rúmlega 700 milljónum króna. Enn eru því um 700 milljónir ósóttar í fyrsta pakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×