Erlent

Hittast á fundi og ræða bóluefni AstraZeneca

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Ísland er á meðal þeirra landa sem hafa gert hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni.
Ísland er á meðal þeirra landa sem hafa gert hlé á bólusetningum með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar ætla að hittast í dag til að ræða bóluefnið frá Oxford-AstraZeneca, sem mörg Evrópuríki hafa ákveðið að hætta að nota tímabundið vegna fregna um að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar.

Í það minnsta ellefu Evrópuríki hafa ákveðið að hætta notkun á efninu tímabundið og er Ísland þar á meðal.

Sérfræðingar í bóluefnamálum hafa gagnrýnt þá ákvörðun og segja ekkert benda til tengsla milli blóðtappa og bóluefnagjafar, einungis sé um að ræða sama hlutfall og á öðrum hópum.

Um sautján milljónir manna hafa fengið AstraZeneca-sprautuna í Evrópu og um fjörutíu þeirra hafa fengið blóðtappa skömmu síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×