Lét börnin sín tilkynna heiminum það að hann væri hættur eftir tuttugu ár í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 10:30 Börnin hans Dre Brees voru greinilega mjög ánægð með að fá að sjá meira af pabba sínum nú þegar hann er hættur í NFL-deildinni. Instagram/@drewbrees Það eru núna stór tímamót hjá NFL goðsögninni Drew Brees, eiginkonu hans og börnunum fjórum. Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni. NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira
Einn besti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar hefur ákveðið að segja þetta gott en Drew Brees notaði óvenjulega aðferð til að tilkynna það að hann væri hættur í boltanum. Það er ekki hægt að segja að það hafi komi sérfræðingum og öðrum á óvart að Drew Brees sé hættur að spila amerískan fótbolta en það hefur stefnt í þetta síðan að hann og félagar hans í New Orleans Saints duttu úr úr úrslitakeppninni á móti Tom Brady og félögum í janúar. Brees fékk börnin sín fjögur til að tilkynna heiminum að hann væri hættur en einnig lét hann fylgja með smá pistil sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Drew Brees (@drewbrees) Börnin hans eru Rylen Judith Brees, Bowen Christopher Brees, Baylen Robert Brees og Callen Christian Brees en hann á þau með eiginkonu sinni frá 2003, Brittany Brees. Strákarnir voru allir í treyjum pabba síns en eina stelpan var greinilega ekki til að fylgja þeim í því. Drew Brees spilaði með San Diego Chargers frá 2001 til 2005 en hefur spilað með New Orleans Saints frá 2006. Brees vann einn titil með Saints en það var í febrúar 2010. Drew Brees á NFL-metin yfir að hafa sent boltann flesta jarda (80.358) og er í öðru sæti í snertimarkssendingum á eftir Tom Brady. Hann lék 287 leiki í NFL-deildinni og var í sigurliði í 172 þeirra. Brees fer ekki mjög langt frá NFL-deildinni því hann mun starfa sem sérfræðingur í sjónvarpi hjá NBC sjónvarpsstöðinni.
NFL Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Sjá meira