Ár síðan samkomubann tók gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:56 Myndin er tekin á föstudagskvöldi síðasta vor þegar samkomubann hafði nýlega tekið gildi. Heldur fámennt var í bænum. Vísir/Vilhelm Í dag er ár síðan samkomubann vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi hér á landi. Á miðnætti mánudaginn 16. mars 2020 tók gildi reglugerð þar sem kveðið var á um að ekki mættu fleiri en 100 manns koma saman, til dæmis á tónleikum, íþróttaviðburðum og við kirkjuathafnir. Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Við öll minni mannamót þurfti síðan að tryggja að nánd milli manna væri að minnsta kosti tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og spritti væri gott. Háskólum og framhaldsskólum var lokað og lagt upp með fjarnám í þeim menntastofnunum. Starf leikskóla og grunnskóla var áfram heimilt en að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Þetta var í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sem samkomubann var sett á og átti það að gilda í fjórar vikur. Samkomubannið var hins vegar strax hert viku síðar þegar í mesta lagi tuttugu manns máttu koma saman í sama rými. Sundlaugum, líkamsræktarstöðvum, skemmtistöðum, spilasölum, spilakössum og söfnum var lokað sem og um starfsemi eða þjónustu sem krefst mikillar nálægðar. Þar undir féll allt íþróttastarf og einnig allar hárgreiðslustofur, snyrtistofur, nuddstofur og önnur sambærileg starfsemi. Framhaldið þekkjum við svo öll; síðan 16. mars 2020 hafa samkomutakmarkanir vegna faraldursins verið í gildi en misharðar þó. Mesti slakinn var gefinn síðasta sumar þegar 500 manns máttu koma saman þegar mest lét á tímabili. Þá var eins metra regla tekin upp. Svo kom þriðja bylgjan. Henni fylgdu hörðustu sóttvarnaaðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til; í lok október tók tíu manna samkomubann gildi. Líkamsræktarstöðvum var lokað sem og sundlaugum, krám og skemmtistöðum. Í dag er 50 manna samkomubann í gildi, tveggja metra regla og grímuskylda. Þó mega allt að 200 manns koma saman á listviðburðum og íþróttaviðburðum en allir verða þá að sitja í merktum sætum. Hér fyrir neðan má nálgast umfjöllun Vísis þar sem stiklað er á stóru í sögu faraldursins hér á landi á síðasta ári. Umfjöllunin birtist á gamlársdag 2020.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira