Fordómafulla Ísland Lúðvík Júlíusson skrifar 16. mars 2021 11:01 Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun