Erlent

Filippus útskrifaður og kominn aftur til Windsor

Samúel Karl Ólason skrifar
Filippus í fylgd lífvarða á leið til Windsor í dag.
Filippus í fylgd lífvarða á leið til Windsor í dag. AP/Stefan Rousseau

Filippus prins, hertogi af Edinborg, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi og er kominn aftur í Windsor kastalann með Elísabetu Bretadrottningu. Hann var fluttur á sjúkrahús fyrir mánuði síðan, þann 16. febrúar, þar sem honum leið ekki vel.

Þá kom í ljós að hinn 99 ára gamli prins var með sýking og hefur hann einnig lagst undir hnífinn vegna eldri kvilla í hjarta.

Í yfirlýsingu frá konungsfjölskyldunni, sem Sky News vitna í, eru færðar þakkir frá prinsinum til allra þeirra heilbrigðisstarfsmanna sem önnuðust hann og allra þeirra sem hafa sent honum kveðjur.

Sky segir Filippus aldrei hafa verið svo lengi á sjúkrahúsi áður.

Filippus verður hundrað ára gamall í júní. Hann er sá maki drottningar eða konungs Bretlands sem hefur borið þann titil lengst.


Tengdar fréttir

Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie

Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári.

Líðan Filippusar sögð betri

Líðan Filippusar prins, hertoga af Edinborg, er sögð á uppleið. Ku hann vera að bregðast vel við meðferð vegna sýkingar. Hann var lagður inn á sjúkrahús í Lundunúm í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×