Sóttvarnaaðgerðir ráðist ekki af veðri og vindum Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 08:02 Sumarkomuna á norðurhvelinu ætti ekki að nota til að færa rök fyrir afléttingu sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum, að mati skýrsluhöfunda Alþjóðaveðurfræðistofunarinnar. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld ættu ekki að nota árstíðarskipti og hlýnandi veðurfar sem ástæðu til að slaka á sóttvarnaaðgerðum sem eiga að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Sérfræðingar segja að smitvarnir yfirvalda hafi mun meiri áhrif á útbreiðslu veirunnar en veður eða loftgæði. Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan. Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Vangaveltur hafa verið uppi um hvort að útbreiðsla nýs afbrigðis kórónuveirunnar drægist saman að sumri til líkt og þekkt er með sumar aðrar veirusýkingar allt frá upphafi heimsfaraldursins í fyrra. Í nýrri skýrslu starfshóps Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO) kemur fram að ríki ættu ekki að láta sóttvarnaaðgerðir sínar ráðast af veðri og vindum. Sóttvarnaaðgerðir eins og grímuskylda og ferðatakmarkanir hafi þannig verið stærsti áhrifaþátturinn á útbreiðslu veirunnar og þær vegi mun þyngra en veðurfræðilegir þættir. Útbreiðslan stýrist einnig af hegðun fólks, lýðfræðilegum þáttum auk stökkbreytinga í veirunni sjálfri. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum í jarðvísindum, læknisfræði og lýðheilsu. Á meðal niðurstaðna skýrslunnar er að þó að rannsóknir á SARS-CoV-2 veirunni á tilraunastofum hafi gefið einhverjar vísbendingar um að hún lifi lengur í köldu og þurru umhverfi þar sem útfjólublá geislun er lítil hafi ekki verið sýnt fram á að veður hafi merkjanleg áhrif á dreifingu hennar í raunheiminum. Enn sé lítið vitað um hvaða þættir hafi áhrif á árstíðarsveiflur öndunarfærasýkinga. Sambland beinna áhrifa svalara veðurs á veiruna, á varnir manna gegn sýkingu og óbein áhrif veðurs og árstíða á hegðun manna sé líklega á ferðinni. Líkön bendi til þess að nýja afbrigði kórónuveirunnar gæti orðið árstíðarbundið þegar fram líða stundir og þannig geti veður og loftgæði nýst til að fylgjast með og spá fyrir um framgang hennar. Skýrsluhöfundar telja að eins og sakir standa sé ekki hægt að byggja aðgerðir gegn faraldrinum á veðurfræðilegum þáttum eða loftgæðum. Ekki vísbendingar um að mengun hafi áhrif á útbreiðslu veirunnar Þá eru gögn um áhrif loftgæða á dreifingu veirunnar ekki afgerandi enn sem komið er. Einhverjar vísbendingar eru um að dánartíðni af völdum Covid-19, sjúkdómsins sem veiran veldur, aukist þar sem loftmengun er mikil líkt og þekkt er um aðra öndunarfærasjúkdóma. Ekki eru hins vegar vísbendingar um að mengunin hafi bein áhrif á dreifingu veirunnar í lofti. „Á þessu stigi styðja vísbendingar ekki að veðurfræðilegir þættir og loftgæði séu grundvöllur fyrir því að ríkisstjórnir slaki á inngripum sínum sem er ætlað að draga úr smitum,“ segir Ban Zaitchik, varaformaður hópsins frá Johns Hopkins-háskóla í Bandaríkjunum. Þannig hafi veiran breiðst út þar sem hlýtt var í veðri og í hlýjum heimshlutum á fyrsta ári heimsfaraldursins. Ekkert bendi til annars að það sama gæti verið uppi á teningnum í ár. Skýrslan tók aðeins til veðurs og loftgæða utandyra og snerti ekki á hvernig loftflæði innandyra hefur áhrif á dreifingu veirunnar. Talið hefur verið að meiri hætta sé á að veiran berist á milli fólks innandyra en utan.
Veður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira