Íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki tryggir sér þriggja milljóna dala fjármögnun Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 21:39 Guðmundur Hafsteinsson, Kristján Ingi Mikaelsson, Sara Másdóttir og Björgvin Guðmundsson, starfsmenn Fractal 5. Fractal 5 Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Menlo Ventures hefur fjárfest í íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Fractal 5, sem er að þróa nýjan hugbúnað á sviði samskiptatækni. Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki. Tækni Nýsköpun Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Sjóðurinn leiðir fjárfestinguna og sest fulltrúi hans í stjórn félagsins, en meðal annarra fjárfesta er íslenski fjárfestingasjóðurinn Crowberry Capital. Heildarfjárfestingin nemur 3 milljónum Bandaríkjadala, eða um 384 milljónum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fractal 5 en forstjóri og stofnandi fyrirtækisins er Guðmundur Hafsteinsson. Hann hefur langa starfsreynslu í tæknigeiranum og vann meðal annars í fimmtán ár í Bandaríkjunum, síðast sem yfirmaður vöruþróunar hjá Google til 2019 áður en hann flutti aftur heim til Íslands. Þar áður leiddi Guðmundur þróunarvinnu hjá ýmsum fyrirtækjum, þar á meðal Apple, og eins fyrirtækjum sem hann stofnaði sjálfur og voru síðar yfirtekin, er segir í tilkynningu. Auk þess hefur Guðmundur leitt vinnu við mótun nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Vilja auðvelda fólki að eiga í samskiptum „Fractal 5 var stofnað árið 2020 og þar starfa nú fjórir starfsmenn. Búist er við að fjölga starfsfólki á næstunni eftir því sem vöruþróuninni vindur fram og verkefnum fjölgar. Skipulag teymisins byggir á þeirri hugmyndafræði að hægt sé að ráða fólk hvar sem er í heiminum þar sem ekki sé um neinar eiginlegar höfuðstöðvar að ræða. Fljótlega fer frumútgáfa af lausn Fractal 5 í prófanir, en hún felur í sér tækni til að auðvelda fólki að eiga í samskiptum við einstaklinga og hópa sem það vill rækta samband við.“ Meðstofnandi Guðmundar í Fractal 5 er Björgvin Guðmundsson. Í um 13 ár starfaði hann í fjölmiðlum á Íslandi, síðast sem ritstjóri Viðskiptablaðsins. Í byrjun 2014 keypti hann ásamt fleirum KOM ráðgjöf og starfaði þar sem ráðgjafi fram til ársins 2020. Þá lét hann af daglegum störfum fyrir KOM og tók við sem stjórnarformaður fyrirtækisins. Ásamt Guðmundi og Björgvin starfa Sara Björk Másdóttir og Kristján Ingi Mikaelsson hjá Fractal 5 en Sara flutti frá Kísildalnum í Kaliforníu í ágúst 2020 og hóf þá strax störf hjá fyrirtækinu. Í Bandaríkjunum vann hún við hugbúnaðarþróun hjá þarlendu fyrirtæki með milligöngu samtaka sem ryðja leið fyrir efnilega forritara inn á vinnumarkað þar sem samkeppnin er mikil, er segir í tilkynningu. Sara er einn stofnanda Reboot Hack, sem er fyrsta nemendadrifna hakkaþonið á Íslandi. Kristján Ingi er fyrrverandi framkvæmdastjóri Rafmyntaráðs Íslands og gegndi því starfi frá árinu 2018. Hann er sagður hafa verið „leiðandi í hópi íslenskra forritara, opnað nýjar leiðir við öflun og úrvinnslu gagna og virkjað samráð og umræður í samfélagi forritara með ráðstefnu- og fundahaldi.“ Hann starfaði sömuleiðis um tíma í Kísildalnum þar sem hann rak eigin fyrirtæki.
Tækni Nýsköpun Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira