Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 07:28 Demi Lovato flutti þjóðsöng Bandaríkjanna á Ofurskálinni 2020. epa Bandaríska söngkonan Demi Lovato missti sjónina tímabundið eftir að hafa tekið inn of stóran skammt fíkniefna árið 2018. Nærri tveir mánuðir liðu þar til að sjónin varð það góð á ný þannig að hún gat lesið bók. Hún glímir þó við vandamál með sjónina enn þann dag í dag. Lovato segir frá þessu í viðtali við New York Times. „Það var áhugavert hvað maður var fljótur að aðlaga sig. Ég var ekki í því að vorkenna sjálfri mér. Ég hugsaði bara: Hvernig getum við leyst þetta?“ Fjölmiðlar fjölluðu mikið um glímu Lovato við fíkniefni eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í júlí 2018 eftir að hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu vegna ofneyslu. Aðstoðarmaður Lovato hefur lýst því hvernig hann taldi söngkonuna látna þegar hann kom að henni, en lífvörður Lovato veitti henni fyrstu hjálp áður en sjúkrabíll kom á vettvang. New York Times segir frá því að það hafi fyrst verið í nóvember 2018, eftir þriggja mánaða endurhæfingu, sem Lovato varð útskrifuð. View this post on Instagram A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) Ný fjögurra þátta þáttaröð, Dancing With the Devil, verður frumsýnd á YouTube á þriðjudaginn í næstu viku þar sem Lovato segir frá reynslunni 2018 og eftirmála hennar. New York Times segir frá því fíkniefnasali Lovato hafi brotið á henni kynferðislega og svo skilið hana eftir til að deyja. Lovato hefur verið ein talskvenna herferðarinnar Be Vocal, Speak Up sem ætlað er að opna umræðuna um geðheilbrigði og fíkn. Sömuleiðis hefur hún lagt áherslu á að ekki skuli varpa einhverjum dýrðarljóma á fíkniefnamisnotkun. Hollywood Bandaríkin Fíkn Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Lovato segir frá þessu í viðtali við New York Times. „Það var áhugavert hvað maður var fljótur að aðlaga sig. Ég var ekki í því að vorkenna sjálfri mér. Ég hugsaði bara: Hvernig getum við leyst þetta?“ Fjölmiðlar fjölluðu mikið um glímu Lovato við fíkniefni eftir að hún var lögð inn á sjúkrahús í júlí 2018 eftir að hún fannst meðvitundarlaus á heimili sínu vegna ofneyslu. Aðstoðarmaður Lovato hefur lýst því hvernig hann taldi söngkonuna látna þegar hann kom að henni, en lífvörður Lovato veitti henni fyrstu hjálp áður en sjúkrabíll kom á vettvang. New York Times segir frá því að það hafi fyrst verið í nóvember 2018, eftir þriggja mánaða endurhæfingu, sem Lovato varð útskrifuð. View this post on Instagram A post shared by Demi Lovato (@ddlovato) Ný fjögurra þátta þáttaröð, Dancing With the Devil, verður frumsýnd á YouTube á þriðjudaginn í næstu viku þar sem Lovato segir frá reynslunni 2018 og eftirmála hennar. New York Times segir frá því fíkniefnasali Lovato hafi brotið á henni kynferðislega og svo skilið hana eftir til að deyja. Lovato hefur verið ein talskvenna herferðarinnar Be Vocal, Speak Up sem ætlað er að opna umræðuna um geðheilbrigði og fíkn. Sömuleiðis hefur hún lagt áherslu á að ekki skuli varpa einhverjum dýrðarljóma á fíkniefnamisnotkun.
Hollywood Bandaríkin Fíkn Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira