Átta þúsund viðbótarskammtar væntanlegir frá Pfizer Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 10:33 Pfizer-bólusetning í fullum gangi í Laugardalshöll um daginn. Vísir/Vilhelm Ísland fær átta þúsund viðbótarskammta af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer á öðrum ársfjórðungi frá því sem áður var gert ráð fyrir, samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu. Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi fyrst frá viðbótarskömmtunum í morgun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagði frá því á Twitter í gær að Evrópusambandið hefði samið við Pfizer um að flýta afhendingu á tíu milljón skömmtum á öðrum ársfjórðungi. 200 milljónir skammta verði þannig afhentir á fjórðungnum. We agreed with @BioNTech_Group @pfizer on an accelerated delivery of 10 million doses for quarter 2.⁰This will bring the total deliveries of this vaccine to 200 million doses for that quarter.⁰It will give Member States room to manoeuvre and possibly fill gaps in deliveries. pic.twitter.com/abBr3lKUXc— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) March 16, 2021 Áðurnefndir átta þúsund viðbótarskammtar sem samkomulagið færir Íslendingum duga fyrir fjögur þúsund manns. Samkvæmt fyrirliggjandi áætlunum fær Ísland þannig 166 þúsund Pfizer-skammta á öðrum ársfjórðungi, þ.e. apríl til júní, sem duga fyrir 83 þúsund manns. Afhendingaráætlun liggur ekki fyrir. Alls mun Ísland fá um 56 þúsund Pfizer-skammta á fyrsta ársfjórðungi en innifalið í þeirri tölu eru 3.500 viðbótarskammtar sem fást í mars. Þá komu tíu þúsund Pfizer-skammtar til landsins í desember. Ísland hefur í heildina samið um kaup á 410 þúsund Pfizer-skömmtum, sem duga fyrir um 205 þúsund manns. Þá er enn beðið eftir afhendingaráætlun frá Janssen en gert er ráð fyrir að fyrirtækið byrji að afhenda bóluefni sitt um miðjan apríl. Alls hafa tæplega 13 þúsund manns verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni hér á landi, samkvæmt tölum á Covid.is í gær.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Erlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Sjá meira