Tveir látnir eftir stærðarinnar flugeldasprengingu á heimili Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 14:05 Húsið var verulegta illa farið eftir sprenginguna. Getty/Watchara Phomicinda Tveir menn eru látnir eftir stórar flugeldasprengingar á heimili í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Þrír særðust lítillega og einn hundur drapst í sprengingunni sem skóku hverfi í borginni Ontario, nærri Los Angeles. Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi. Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum. Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar. Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter. Ontario explosion right near our home!!! We are literally down the street!! pic.twitter.com/gPgCBPeBWm— Reina (@Reinajimenez88) March 16, 2021 Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum. Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað. Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna. Someone s firework stack went off in Ontario shook our whole neighborhood pic.twitter.com/LmUrtgl0oK— pms (@Prudencepms) March 16, 2021 Bandaríkin Flugeldar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira
Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi. Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum. Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar. Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter. Ontario explosion right near our home!!! We are literally down the street!! pic.twitter.com/gPgCBPeBWm— Reina (@Reinajimenez88) March 16, 2021 Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum. Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað. Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna. Someone s firework stack went off in Ontario shook our whole neighborhood pic.twitter.com/LmUrtgl0oK— pms (@Prudencepms) March 16, 2021
Bandaríkin Flugeldar Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Sjá meira