Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála lokið Atli Ísleifsson skrifar 17. mars 2021 14:11 Frá lokafundi Stjórnstöðvar ferðamála í gær. Stjórnarráðið/Golli Starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er nú lokið er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, stýrði lokafundi hennar í gær. Stjórnstöðin hefur verið starfrækt frá árinu 2015 og var ætlað að starfs í fimm ár. Á vef stjórnarráðsins að Stjórnstöð ferðamála hafi verið samráðsvettvangur ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitafélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og hafið störf í kjölfar ferðamálastefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2015. Þar hafi verið skilgreindir sjö áhersluþættir: Samhæfing, jákvæð upplifun ferðamanna, áreiðanleg gögn, náttúruvernd, hæfni og gæði, aukin arðsemi og dreifing ferðamanna. „Stjórnstöðinni var falið að fylgja þessum verkefnum úr hlaði og hefur hún undanfarin ár samhæft aðgerðir og útfært leiðir til að leggja þann trausta grunn sem nú er til staðar í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála var því meðal annars að ná utan um öran vöxt greinarinnar með skilgreiningu brýnustu forgangsmála og að tryggja samhæfingu aðgerða og framkvæmd þeirra þvert á stjórnkerfið. Með þessu var unnið að því að styrkja grunnstarfsemi ferðaþjónustunnar og styðja við frekari mótun markmiða, verkefna og aðgerða sem gætu stuðlað að framgangi greinarinnar. Árangur af fimm ára starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er mikill þar sem helstu hagaðilar íslenskrar ferðaþjónustu hafa unnið saman að því að framkvæma þau krefjandi verkefni sem greinin og stjórnvöld stóðu frammi fyrir árið 2015. Meðal samhæfingarverkefna sem hafa verið unnin á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála má nefna meginverkefni á borð við stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sviðsmynda- og áhættugreiningar, ástandsmat ferðamannastaða, mótun skipulags við öflun áreiðanlegra gagna, gerð Mælaborðs ferðaþjónustunnar, mótun áfangastaðaáætlana (DMP) og undirbúning að stofnun áfangastaðastofa (DMO) í öllum landshlutum, mótun Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 og þróun Jafnvægisáss ferðamála sem nú hefur verið birtur,“ segir í tilkynningunni. Hörður Þórhallsson var árið 2015 ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, en hann lét af störfum árið 2016. Óskar Jósefsson stýrði svo Stjórnstöðinni frá 2016 þar til nú. Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins að Stjórnstöð ferðamála hafi verið samráðsvettvangur ríkisstjórnar Íslands, Sambands íslenskra sveitafélaga og Samtaka ferðaþjónustunnar og hafið störf í kjölfar ferðamálastefnu ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 2015. Þar hafi verið skilgreindir sjö áhersluþættir: Samhæfing, jákvæð upplifun ferðamanna, áreiðanleg gögn, náttúruvernd, hæfni og gæði, aukin arðsemi og dreifing ferðamanna. „Stjórnstöðinni var falið að fylgja þessum verkefnum úr hlaði og hefur hún undanfarin ár samhæft aðgerðir og útfært leiðir til að leggja þann trausta grunn sem nú er til staðar í íslenskri ferðaþjónustu. Hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála var því meðal annars að ná utan um öran vöxt greinarinnar með skilgreiningu brýnustu forgangsmála og að tryggja samhæfingu aðgerða og framkvæmd þeirra þvert á stjórnkerfið. Með þessu var unnið að því að styrkja grunnstarfsemi ferðaþjónustunnar og styðja við frekari mótun markmiða, verkefna og aðgerða sem gætu stuðlað að framgangi greinarinnar. Árangur af fimm ára starfsemi Stjórnstöðvar ferðamála er mikill þar sem helstu hagaðilar íslenskrar ferðaþjónustu hafa unnið saman að því að framkvæma þau krefjandi verkefni sem greinin og stjórnvöld stóðu frammi fyrir árið 2015. Meðal samhæfingarverkefna sem hafa verið unnin á vettvangi Stjórnstöðvar ferðamála má nefna meginverkefni á borð við stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, sviðsmynda- og áhættugreiningar, ástandsmat ferðamannastaða, mótun skipulags við öflun áreiðanlegra gagna, gerð Mælaborðs ferðaþjónustunnar, mótun áfangastaðaáætlana (DMP) og undirbúning að stofnun áfangastaðastofa (DMO) í öllum landshlutum, mótun Framtíðarsýnar og leiðarljóss íslenskrar ferðaþjónustu til 2030 og þróun Jafnvægisáss ferðamála sem nú hefur verið birtur,“ segir í tilkynningunni. Hörður Þórhallsson var árið 2015 ráðinn framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, en hann lét af störfum árið 2016. Óskar Jósefsson stýrði svo Stjórnstöðinni frá 2016 þar til nú.
Ferðamennska á Íslandi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Sjá meira