Verstu spár aðstoðarleikskólastjóra Hafnarfjarðar að rætast Hópur aðstoðarleikskólastjóra í Hafnarfirði skrifar 18. mars 2021 10:01 Opið bréf til fræðsluráðs Hafnarfjarðar, stjórnmálaflokka í Hafnarfirði og annarra er málið varðar. Það eru ýmsar áskoranirnar sem þjóðinni er boðið upp á þessa dagana og hafa þær óneitanlega haft áhrif á leikskólastarfið. Ár er síðan Covid-19 setti allt leikskólastarfið á hvolf og hefur starfsfólk þurft að vinna í stöðugum breytingum með útsjónarsemi að leiðarljósi. Það hefur haldið faglegu starfi gangandi þrátt fyrir erfiðar áskoranir. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að börnin finni sem minnst fyrir ástandinu og það hefur gengið vel að halda leikskólum opnum. Svo fór jörðin að skjálfa sem veldur óneitanlega því að fólk, bæði lítið og stórt, verður óöruggt og jafnvel hrætt og skapast þá oft álag. Auðvitað er lítið annað hægt að gera en að taka því sem að höndum ber þegar áskoranir eins og heimsfaraldur og móðir jörð eru annars vegar. En hvað um það auka álag sem skapast vegna ákvarðana hjá sveitafélaginu. Í kjarasamningum sem voru samþykktir í haust voru margar jákvæðar breytingar fyrir leikskólakennara eins og aukinn undirbúningstími sem óneitanlega færir starfsumhverfi þeirra nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Einnig var samið um styttingu vinnuvikunnar sem er mjög jákvæð viðbót en gallinn er að sveitafélagið setti það alfarið í hendurnar á stjórnendum leikskólanna að skipuleggja framkvæmdina án aukins fjármagns eða stöðugilda. Þetta gerir framkvæmdina erfiða með öryggi barnanna í huga því hingað til hafa leikskólar ekki verið ofmannaðir né of mikið fjármagn sett í reksturinn. Fræðsluráð Hafnarfjarðar ákvað að bjóða upp á heilsársopnun leikskólanna þvert gegn því sem flest allt starfsfólk innan leikskólanna vildi. Þetta var keyrt áfram og fulltrúar meirihlutans í fræðsluráði skýldu sér á bak við eina skoðunarkönnun þar sem foreldrar svöruðu því jákvætt að þeir vildu fá að ráða hvenær börnin þeirra færu í frí. En foreldrar voru ekki upplýstir um hver fórnarkostnaðurinn gæti orðið áður en þeir svöruðu könnuninni. Til dæmis að leikskólinn yrði að gæsluvelli í um þrjá mánuði á ári þar sem ekki yrði hægt að halda úti faglegu starfi þar sem að börn og starfsfólk væri dreift yfir allt sumarið í fríum og sumarstarfsfólk með litla eða enga reynslu kæmi til starfa. Foreldrar voru ekki varaðir við því að ekki væri hægt að tryggja það að börnin væru með vinum sínum, kennurum sínum né á sinni deild yfir þessa þrjá mánuði. Þeir voru ekki varaðir við því að það væri hætta á því að aðlögun sem venjulega fer fram fljótlega eftir verslunarmannahelgi myndi líklega seinka fram í september. Flest allt starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðar er tilbúið að fórna sínu vali um sumarfrí af því að það setur hag barnanna og faglegs starfs ofar sínum þörfum. Fræðsluráð var varað við því að þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir leikskólastigið þar sem mikil hætta væri á að leikskólakennarar færu yfir á önnur skólastig eða til starfa í önnur sveitarfélög. Samkvæmt lögum eiga leikskólakennarar að vera tæplega 67% starfsfólks leikskóla. Samkvæmt skýrslu á vegum Sambands íslenskra sveitafélaga sem sýnir lykiltölur um leik- og grunnskóla árið 2019 var hlutfall leikskólakennara í Hafnarfirði í 26%. Eftir að fræðsluráð og ráðandi pólitík í Hafnarfirði tók þessa ákvörðun þvert gegn faglegum rökum leikskólafagfólks, féllust ansi mörgum hendur og nú hafa a.m.k. 19 leikskólakennarar sagt upp. Allt eru þetta leikskólakennarar sem búa að mikilli reynslu, faglegri þekkingu og flestir í stjórnunarstöðum. Hlutfall leikskólakennara í Hafnarfirði er þá komið niður í 21% miðað við tölur frá 2019. Þetta er grafalvarlegt mál og í raun ólöglegt. Það merkilega í þessu er að sveitafélag sem telur sig ekki hafa efni á að tryggja öryggi barnanna okkar með því að setja aukið fjárframlag til að hægt sé að verða við styttingu vinnuvikunnar hefur allt í einu efni á að eyða mjög miklu fjármagni í sumaropnun. Fram hafa komið fjölmargar hugmyndir um hvernig megi bæta starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum og er það miður að stjórnmálamenn velji að verja almannafé í verkefni sem valda óróleika og óánægju í stað þess að styrkja inniviði skólastarfsins. Leikskólakennarar eru of fámenn stétt og þeir eru mjög eftirsóttur og dýrmætur starfskraftur. Væri ekki nær að sveitafélagið gerði allt sem í þess valdi stendur til að laða að leikskólakennara í stað þess að fæla þá frá? Liti til dæmis til sveitafélaga sem virðast vera að fjölga leikskólakennurum. Okkar verstu spár eru því miður að rætast. Eru foreldrar vel upplýstir um þessa stöðu, því okkar reynsla er sú að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín? Með von um að á okkur sér hlustað. Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði. Dadda Sigríður Árnadóttir Eygló Sif Halldórsdóttir Elísabet Karlsdóttir Fjóla Kristjánsdóttir Gunnhildur Grímsdóttir Guðmundína M. Hermannsdóttir Karen Víðisdóttir Jóna Elín Pétursdóttir Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir Jónína Rósa Ragnarsdóttir Guðrún Edda Bjarnadóttir Linda Björk Halldórsdóttir Katrín Hildur Jónasdóttir Kristbjörg Lára Helgadóttir Michelle Sonia Horne Svanhildur Birkisdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Leikskólar Kjaramál Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Opið bréf til fræðsluráðs Hafnarfjarðar, stjórnmálaflokka í Hafnarfirði og annarra er málið varðar. Það eru ýmsar áskoranirnar sem þjóðinni er boðið upp á þessa dagana og hafa þær óneitanlega haft áhrif á leikskólastarfið. Ár er síðan Covid-19 setti allt leikskólastarfið á hvolf og hefur starfsfólk þurft að vinna í stöðugum breytingum með útsjónarsemi að leiðarljósi. Það hefur haldið faglegu starfi gangandi þrátt fyrir erfiðar áskoranir. Reynt hefur verið eftir fremsta megni að börnin finni sem minnst fyrir ástandinu og það hefur gengið vel að halda leikskólum opnum. Svo fór jörðin að skjálfa sem veldur óneitanlega því að fólk, bæði lítið og stórt, verður óöruggt og jafnvel hrætt og skapast þá oft álag. Auðvitað er lítið annað hægt að gera en að taka því sem að höndum ber þegar áskoranir eins og heimsfaraldur og móðir jörð eru annars vegar. En hvað um það auka álag sem skapast vegna ákvarðana hjá sveitafélaginu. Í kjarasamningum sem voru samþykktir í haust voru margar jákvæðar breytingar fyrir leikskólakennara eins og aukinn undirbúningstími sem óneitanlega færir starfsumhverfi þeirra nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. Einnig var samið um styttingu vinnuvikunnar sem er mjög jákvæð viðbót en gallinn er að sveitafélagið setti það alfarið í hendurnar á stjórnendum leikskólanna að skipuleggja framkvæmdina án aukins fjármagns eða stöðugilda. Þetta gerir framkvæmdina erfiða með öryggi barnanna í huga því hingað til hafa leikskólar ekki verið ofmannaðir né of mikið fjármagn sett í reksturinn. Fræðsluráð Hafnarfjarðar ákvað að bjóða upp á heilsársopnun leikskólanna þvert gegn því sem flest allt starfsfólk innan leikskólanna vildi. Þetta var keyrt áfram og fulltrúar meirihlutans í fræðsluráði skýldu sér á bak við eina skoðunarkönnun þar sem foreldrar svöruðu því jákvætt að þeir vildu fá að ráða hvenær börnin þeirra færu í frí. En foreldrar voru ekki upplýstir um hver fórnarkostnaðurinn gæti orðið áður en þeir svöruðu könnuninni. Til dæmis að leikskólinn yrði að gæsluvelli í um þrjá mánuði á ári þar sem ekki yrði hægt að halda úti faglegu starfi þar sem að börn og starfsfólk væri dreift yfir allt sumarið í fríum og sumarstarfsfólk með litla eða enga reynslu kæmi til starfa. Foreldrar voru ekki varaðir við því að ekki væri hægt að tryggja það að börnin væru með vinum sínum, kennurum sínum né á sinni deild yfir þessa þrjá mánuði. Þeir voru ekki varaðir við því að það væri hætta á því að aðlögun sem venjulega fer fram fljótlega eftir verslunarmannahelgi myndi líklega seinka fram í september. Flest allt starfsfólk leikskóla Hafnarfjarðar er tilbúið að fórna sínu vali um sumarfrí af því að það setur hag barnanna og faglegs starfs ofar sínum þörfum. Fræðsluráð var varað við því að þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir leikskólastigið þar sem mikil hætta væri á að leikskólakennarar færu yfir á önnur skólastig eða til starfa í önnur sveitarfélög. Samkvæmt lögum eiga leikskólakennarar að vera tæplega 67% starfsfólks leikskóla. Samkvæmt skýrslu á vegum Sambands íslenskra sveitafélaga sem sýnir lykiltölur um leik- og grunnskóla árið 2019 var hlutfall leikskólakennara í Hafnarfirði í 26%. Eftir að fræðsluráð og ráðandi pólitík í Hafnarfirði tók þessa ákvörðun þvert gegn faglegum rökum leikskólafagfólks, féllust ansi mörgum hendur og nú hafa a.m.k. 19 leikskólakennarar sagt upp. Allt eru þetta leikskólakennarar sem búa að mikilli reynslu, faglegri þekkingu og flestir í stjórnunarstöðum. Hlutfall leikskólakennara í Hafnarfirði er þá komið niður í 21% miðað við tölur frá 2019. Þetta er grafalvarlegt mál og í raun ólöglegt. Það merkilega í þessu er að sveitafélag sem telur sig ekki hafa efni á að tryggja öryggi barnanna okkar með því að setja aukið fjárframlag til að hægt sé að verða við styttingu vinnuvikunnar hefur allt í einu efni á að eyða mjög miklu fjármagni í sumaropnun. Fram hafa komið fjölmargar hugmyndir um hvernig megi bæta starfsumhverfi barna og starfsmanna í leikskólum og er það miður að stjórnmálamenn velji að verja almannafé í verkefni sem valda óróleika og óánægju í stað þess að styrkja inniviði skólastarfsins. Leikskólakennarar eru of fámenn stétt og þeir eru mjög eftirsóttur og dýrmætur starfskraftur. Væri ekki nær að sveitafélagið gerði allt sem í þess valdi stendur til að laða að leikskólakennara í stað þess að fæla þá frá? Liti til dæmis til sveitafélaga sem virðast vera að fjölga leikskólakennurum. Okkar verstu spár eru því miður að rætast. Eru foreldrar vel upplýstir um þessa stöðu, því okkar reynsla er sú að allir foreldrar vilji það besta fyrir börnin sín? Með von um að á okkur sér hlustað. Höfundar eru aðstoðarleikskólastjórar í Hafnarfirði. Dadda Sigríður Árnadóttir Eygló Sif Halldórsdóttir Elísabet Karlsdóttir Fjóla Kristjánsdóttir Gunnhildur Grímsdóttir Guðmundína M. Hermannsdóttir Karen Víðisdóttir Jóna Elín Pétursdóttir Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir Jónína Rósa Ragnarsdóttir Guðrún Edda Bjarnadóttir Linda Björk Halldórsdóttir Katrín Hildur Jónasdóttir Kristbjörg Lára Helgadóttir Michelle Sonia Horne Svanhildur Birkisdóttir
Dadda Sigríður Árnadóttir Eygló Sif Halldórsdóttir Elísabet Karlsdóttir Fjóla Kristjánsdóttir Gunnhildur Grímsdóttir Guðmundína M. Hermannsdóttir Karen Víðisdóttir Jóna Elín Pétursdóttir Jóna Guðbjörg Ólafsdóttir Jónína Rósa Ragnarsdóttir Guðrún Edda Bjarnadóttir Linda Björk Halldórsdóttir Katrín Hildur Jónasdóttir Kristbjörg Lára Helgadóttir Michelle Sonia Horne Svanhildur Birkisdóttir
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar