Var nauðgað á unglingsárunum þegar hún vann hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 16:23 Söngkonan Demi Lovato Getty/Focus on Sport Söngkonan Demi Lovato segir að sér hafi verið nauðgað þegar hún var fimmtán ára gömul. Þá hafi hún verið að vinna hjá Disney og þekkti hún manninn. Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars. Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Þetta segir Lovato í heimildarmyndinni Dance With the Devil sem frumsýnd var vestanhafs í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem hún tjáir sig opinberlega um nauðgunina. „Ég missti meydóminn í nauðgun. Ég reyndi að hringja í þá manneskju mánuði síðar og taka stjórnina en það eina sem gerðist var að mér leið bara verr,“ sagði Lovato, samkvæmt frétt Sky News. Hún segist hafa sannfært sjálfa sig um að nauðgunin hefði verið henni að kenna. Lovato opinberaði ekki hver viðkomandi væri en sagðist hafa átt í sambandi við hann á þessum tíma og að hún hafi ítrekað þurft að hitta hann í kjölfarið. Þá segir Lovato að aftur hafi verið brotið á henni mörgum árum seinna. Sjá einnig: Missti sjónina tímabundið eftir of stóran skammt 2018 Lovato hefur glímt við átröskun, tvíhverfu og fíknivandamál á undanförnum árum en þegar fyrsta stikla heimildarþáttanna var gefin út í síðasta mánuði kom fram að Lovato hefði verið nærri dauða en lífi þegar hún tók of stóran skammt af fíkniefnum árið 2018. Síðan þá hefur hún fengið þrjú heilablóðföll, hjartaáfall og heilaskaða. Í myndinni sjálfri segir hún að fíkniefnasali sinn hafi nauðgað sér og skilið sig eftir nær dauða en lífi, eftir að hún tók þennan of stóra skammt á heimili sínu í Los Angeles. Sjá einnig: Fíkniefnasali Demi Lovato tjáir sig - „Vissi alveg hvað hún var að taka inn“ Hún segir báðar árásirnar hafa reynst sér erfiðar og hún hafi kennt sjálfri sér um þær. Það og kristin trú hennar hafi gert henni erfitt að takast á við það að fyrri nauðgunin hefði í raun verið nauðgun. Eftir þá nauðgun byrjaði hún að þjást af átröskun. Sem barn lék Lovato í þáttunum Barney and Friends. Hún varð svo enn þekktari sem unglingur á Disney-sjónvarpsstöðinni þar sem hún lék meðal annars í Camp Rock-myndunum sem nutu gríðarlega vinsælda. Lovato sneri síðan meira að tónlistinni og hefur gefið út sex plötur. Hún hefur einnig verið dómari í X-Factor-þáttunum í Bandaríkjunum. Í frétt TMZ segir að fyrri nauðgunin sem Lovato sagði frá hafi átt sér stað um það leyti sem hún vann við tökur á Camp Rock myndunum og þáttunum Sonny With a Chance. Dance With the Devil verður birt á Youtube þann 23. mars.
Disney Kynferðisofbeldi Hollywood Fíkn Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira