„Er ég áhyggjufullur? Já“ Anton Ingi Leifsson skrifar 18. mars 2021 07:02 Landin í leik gegn Füchse Berlin undir lok síðasta mánaðar. Martin Rose/Getty Images Árið fyrir danska landsliðsmarkvörðrinn og leikmann Kiel, Niklas Landin, hefur verið ansi viðburðarríkt eftir heimsmeistaramótið í Egyptalandi. Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin. Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Eftir HM, þar sem Danir stóðu uppi sem sigurvegarar, náðu Landin og félagar að spila einn leik áður en þeir voru sendir í sóttkví vegna kórónuveirusmits hjá þýska landsliðinu. Þegar þeir fengu svo aftur grænt ljós á að spila, þá beið þeirra sjö leikir á þrettán dögum. „Við gerðum ekkert í fjórtán daga. Við reyndum að æfa heima en við gátum ekki hlaupið eða neitt,“ sagði Landin í samtali við BT. „Það var kannski fínt fyrir höfuðið að fá smá ró eftir lokakeppnina en svo hljóp maður bara á múr þegar við byrjuðum aftur.“ „Það kom bara önnur lokakeppni eftir HM, ef maður getur sgat það þannig. Þetta voru sérstakir þrettán dagar. Maður gat aldrei slappað af.“ „Við æfðum ekki. Við hittumst bara og undirbjuggum okkur fyrir næsta leik. Leikmennirnir voru svo búnir á því, að við gátum ekki æft. Þetta gengur ekki.“ WATCH: Frustration from @Niklas_Landin as Filip Kuzmanovski powers a 🚀past him - it's a great start by 🇲🇰#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/QjcbPlg7mZ— EHF EURO (@EHFEURO) March 11, 2021 Danski landsliðsþjálfarinn Nicolaj Jacobsen sagðist hafa áhyggjur af nokkrum leikmönnum sínum sem hefðu leikið ansa marga leiki á árinu 2021. Hann bætti því við að hann íhugaði að gefa nokkrum leikmönnum frí í næsta verkefni Dana en þeirra bíður svo Ólympíuleikar í sumar, svo ekki minnkar álagið. Hvort að Landin sé einn af þeim sem þurfi hlé svaraði markvörðurinn: „Ég veit það ekki. Við verðum að sjá til. Við spilum núna þriðja eða fjórða hvern dag hjá Kiel og það hjálpar. Að vera spila annan hvern dag gengur ekki,“ en er hann áhyggjufullur fyrir þeirri dagskrá sem bíður Dana fyrir Ólympíuleikana? „Áhyggjufullur? Já, það er ég. Þetta verður mjög erfitt þangað til 27. júní, er Bundesligunni lýkur og svo hefjum við undirbúning fyrir Ólympíuleikana 1. júlí.“ „Þess vegna verður það erfitt - sérstaklega fyrir höfuðið,“ sagði Landin.
Danmörk Danski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira