Danmörk

Fréttamynd

Mette óskaði Krist­rúnu til hamingju

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, óskaði Kristrúnu Frostadóttir til hamingju með embætti forsætisráðherra. Hún birtir mynd af þeim stöllum í faðmlögum á samfélagsmiðlum og segist hlakka til samstarfsins.

Innlent
Fréttamynd

Segir Græn­land ekki falt

Formaður landsstjórnar Grænlands segir landið ekki til sölu eftir að Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti vakti aftur máls á eignarhaldi eyjunnar. Formaður varnarmálanefndar danska þingsins segir Bandaríkjaher ekki geta verið áfram á Grænlandi reyni Bandaríkjastjórn að komast yfir danskt yfirráðasvæði.

Erlent
Fréttamynd

Trump setur eignar­hald Græn­lands aftur á dag­skrá

Eignarhald og yfirráð yfir Grænlandi eru algerlega nauðsynleg, að mati Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna. Hann setti málið aftur á dagskrá þegar hann tilnefndi vin Elons Musk sem næsta sendiherra Danmerkur. Fyrri hugmyndir Trump um kaup á Grænlandi voru hlegnar út af borðinu.

Erlent
Fréttamynd

Fær­eyingar fagna tvennum göngum

Mannfjöldi fagnaði opnun tveggja nýrra jarðganga á Borðey í Færeyjum fyrir helgi, Árnafjarðarganga og Hvannasundsganga. Saman nefnast þau Göngin norður um Fjall og eru samtals 4,2 kílómetra löng.

Erlent
Fréttamynd

Kanni frekar mögu­legar auka­verkanir af notkun Ozempic

Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion.

Erlent
Fréttamynd

Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á mynda­vélunum“

Á hverri sekúndu er fellt tré í þeim tilgangi gera timbrið að ódýru Ikea-húsgagni. Fyrirtækið heldur því fram að húsgangaframleiðsla þess sé með öllu sjálfbær. „En er það svo?“ spyrja þáttargerðamenn Danska ríkisútvarpsins, DR, í nýrri heimildarmynd þar sem skógar í eigu Ikea í Rúmeníu eru heimsóttir. Svæðið hefur að geyma einhverja elstu skóga á meginlandi Evrópu sem óháðir sérfræðingar, að sögn framleiðanda þáttarins, segja að Ikea gangi of nærri.

Erlent
Fréttamynd

Fórnar­lömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampa­víni

Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir.

Erlent
Fréttamynd

Vilja vara aðra við ör­lögum dóttur sinnar í Laos

Foreldrar hinnar 21 árs gömlu Freja Vennervald Sørensen sem lést í síðasta mánuði í Laos úr metanól-eitrun segjast vilja halda sögu dóttur sinnar á lofti og þannig vara aðra við og koma í veg fyrir að þeir hljóti sömu örlög og hún og vinkona hennar.

Erlent
Fréttamynd

Danska ríkið kaupir Kastrup

Danska ríkið hyggst kaupa 59,4 prósenta hlut í Kastrup flugvelli af lífeyrissjóðnum ATP. Ríkið átti áður rúmlega fjörutíu prósenta hlut í flugvellinum og mun því eiga 98 prósenta hlut eftir kaupin.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Grænlendingar fagna nýjum al­þjóða­flug­velli

Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, hefur tilkynnt að Norðmenn ætli sér að auka fjárhagslegan stuðning við Úkraínumenn á næsta ári, eftir að hafa ákveðið að draga töluvert úr honum. Í heildina stendur til að veita Úkraínumönnum að minnsta kosti þrjátíu milljarða norskra króna á næsta ári, eftir viðræður við stjórnarandstöðuna.

Erlent
Fréttamynd

Þjóð­há­tíð í Nuuk vegna opnunar flug­vallarins

Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands.

Erlent
Fréttamynd

Ung­frú Dan­mörk fegurst allra

Hin 21 árs gamla Victoria Kjær Theilvig frá Danmörku stóð uppi sem sigurvegari í Ungfrú alheimur 2024 (e. Miss Universe) sem fór fram í Mexíkóborg síðastliðið laugardagskvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem Danmörk vinnur titilinn.

Lífið
Fréttamynd

Verða fyrst í heimi til að skatt­leggja losun frá bú­fénaði

Dönsk stjórnvöld hafa náð sögulegu samkomulagi sem meðal annars felur í sér að Danmörk mun fyrst ríkja í heimi skattleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá húsdýrum, nái áformin fram að ganga. Danska ríkisstjórnin og breiður meirihluti flokka á danska þinginu hafa náð pólitísku samkomulagi um meiriháttar landslags- og umhverfisbreytingar í landinu. Græna þríhliða samkomulagið svokallaða hefur verið lengi í undirbúningi og var nánari útfærsla þess kynnt á blaðamannafundi í morgun.

Erlent
Fréttamynd

„Sænska á­standið“ orðið að nor­rænu

Ekki er lengur hægt að tala um „sænska ástandið“ sem hefur verið notað til að lýsa brotaöldu í Svíþjóð á undanförnum árum. Þess í stað er réttara að tala um „norræna ástandið“, þar sem þróunin sé ógnvekjandi á öllum Norðurlöndum, samkvæmt formönnum lögreglufélaga þessara landa.

Innlent
Fréttamynd

Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Græn­lands fram­undan

Fjármálaráðherrar Danmerkur og Grænlands hafa kynnt samkomulag þess efnis að danska ríkið ábyrgist 95 prósent af lánsfjármögnun tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana á Grænlandi upp á sextíu milljarða íslenskra króna. Samkomulagið um lánsábyrgð Dana greiðir leiðina að mestu virkjanaframkvæmdum í sögu þessa næsta nágrannalands Íslendinga.

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða í Fær­eyjum um að bjóða út Suðureyjargöng

Fulltrúar allra flokka á Lögþingi Færeyja undirrituðu í dag sameiginlegan sáttmála um Suðureyjargöng með tilheyrandi vegtengingum. Samtímis var kynnt lagafrumvarp, sem allir flokkarnir sex standa á bak við, um stofnun sérstaks félags, P/F Suðuroyartunnilin, um gerð og rekstur ganganna. Þar er gert ráð fyrir ríflegum stofnframlögum úr landssjóði Færeyja upp á samtals fjóra milljarða íslenskra króna næstu tvö ár.

Erlent
Fréttamynd

Sam­keppni eykst í Græn­lands­flugi

Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Þór­dís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Ís­landi

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kannast ekki við daður Friðriks Danakonungs og segir dapurt að íslenskir fjölmiðlar geri sér mat úr frásögnum um það sem birtust í áströlskum slúðurmiðli. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands veltir í nýútkominni bók fyrir sér hvort María Danadrottning hefði daðrað við hann í veislu í forsetatíð sinni.

Lífið