Á að banna þjóðsönginn, dagatalið og þjóðfánann? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 18. mars 2021 09:30 Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun