Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 09:07 Anatólí Antonov, sendiherra Rússa í Washington, er á heimleið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum.
Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25