Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 09:07 Anatólí Antonov, sendiherra Rússa í Washington, er á heimleið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum.
Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25