Rússar kalla sendiherra sinn heim vegna ummæla Biden um Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 09:07 Anatólí Antonov, sendiherra Rússa í Washington, er á heimleið. Vísir/EPA Stjórnvöld í Kreml hafa kalla rússneska sendiherrann í Bandaríkjunum heim til skrafs og ráðagerða vegna ummæla Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Vladímír Pútín, rússneski starfsbróðir hans, sé „morðingi“ sem muni súpa seyðið af því að hafa reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum. Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Ummælin um Pútín lét Biden falla í kjölfar þess að leynd var aflétt af leyniþjónustuskýrslum um afskipti Rússa og fleiri ríkja af kosningunum. Leyniþjónustan telur að Pútín hafi skipað fyrir um herferð til að hjálpa Donald Trump, þáverandi forseta, að ná endurkjöri og grafa undan trausti bandarískra kjósenda á kosningum. Í því skyni beitti rússneska leyniþjónustan fyrir sig nánum bandamönnum Trump og dældi í þá upplýsingum sem áttu að koma höggi á Biden. „Hann mun gjalda þess,“ sagði Biden í viðtali við ABC-sjónvarpsstöðina án þess þó að segja hver viðbrögð ríkisstjórnar hans við afskiptum Rússa yrðu. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Bandaríkjastjórn gæti lagt frekari refsiaðgerðir á Rússlandi þegar í næstu viku. EXCLUSIVE: Pres. Biden told @GStephanopoulos that he agreed Russian President Vladimir Putin is a "killer" and will "pay a price" for interfering in U.S. elections. https://t.co/rIe2ms8sSv pic.twitter.com/VtAGCvF9hp— Good Morning America (@GMA) March 17, 2021 Koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskipta ríkjanna Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, hafnaði því að Rússar hefðu reynt að hlutast til um kosningarnar í Bandaríkjunum. Nú hafa Kremlverjar ákveðið að kalla heim Anatólí Antonov, sendiherra sinn í Washington-borg. Í Moskvu á Antonov að taka þátt í viðræðum til að koma í veg fyrir „óafturkræfa hnignun“ samskiptanna við Bandaríkin. Sambandið sé nú í „öngstræti“ fyrir tilstilli Bandaríkjastjórnar. Biden tók undir spurningu fréttamanns ABC í sjónvarpsviðtalinu að Pútín forseti væri „morðingi“ og lýsti honum sem „sálarlausum“. Vestrænar leyniþjónustur telja Pútín hafa skipað fyrir um morðtilræði við Sergei Skrípal, rússneskan fyrrverandi njósnara, í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Þá hefur fjöldi blaðamanna, stjórnarandstæðinga og andófsfólks í Rússlandi látið lífið við voveiflegar aðstæður á meira en tuttugu ára valdaferli Pútín. Konstantín Kosatjov, varaforseti efri deildar rússneska þingsins, sagði ummæli Biden um Pútín óásættanleg. Fái Rússar ekki afsökunarbeiðni frá Bandaríkjastjórn gætu þeir gripið til frekari aðgerða, að því er Reuters-fréttastofan hefur eftir honum.
Bandaríkin Rússland Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Rússar reyndu að hafa áhrif á bandamenn Trump Vladímír Pútín Rússlandsforseti skipaði persónulega fyrir um tilraunir rússnesku leyniþjónustunnar til þess að koma höggi á Joe Biden í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum síðasta haust. Leyniþjónustan er meðal annars sögð hafa háð leynilega herferð til þess að hafa áhrif á nána bandamenn Donalds Trump, þáverandi forseta. 17. mars 2021 09:25