Pashinyan boðar til kosninga Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 12:16 Nikol Pashinyan ávarpaði stuðningsmenn sína á Lýðveldistorginu í Jerevan í byrjun mánaðar. Hann hefur gegnt embætti forsætisráðherra Armeníu frá maímánuði 2018. EPA/NAREK ALEKSANYAN Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, boðaði í morgun til þingkosninga í landinu sem eiga að fara fram 20. júní. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu mánuði eftir hin vopnuðu átök Armena og Asera um Nagorno-Karabakh. AP segir frá því að stjórnarandstaðan í Armeníu hafi farið fram á að Pashinyan segi af sér embætti áður en kosningarnar fara fram. Pashinyan tilkynnti í byrjun mánaðar að hann væri reiðubúinn að flýta kosningum til að binda enda á því ástandi sem uppi væri í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir friðarsamkomulagið við Asera sem gert var fyrir milligöngu Rússa í kjölfar átakanna um héraðið Nagorno-Karabakh. Stjórnarandstaðan í Armeníu hefur krafist afsagnar Pashinyan vegna friðarsamkomulags frá í nóvember sem stór hluti armensku þjóðarinnar leit á sem fullkomna uppgjöf og ósigur. Talið er að þúsundir hafi fallið í átökunum, en samkvæmt friðarsamkomulaginu létu Armenar stórt landsvæði af hendi. Pashinyan viðurkenndi í byrjun mánaðar að hafa gert mistök í tengslum við átökin við Asera og sömuleiðis í deilu sinni við hershöfðingja landsins sem hann sakaði suma um tilraun til valdaráns. Pashinyan hefur gegnt embætti forsætisráðherra Armeníu frá maímánuði 2018. Þingkosningar áttu upphaflega að fara næst fram í landinu árið 2023. Armenía Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Pashinyan kveðst reiðubúinn að flýta kosningum Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur beðið þjóð sína fyrirgefningar og kveðst reiðubúinn að flýta þingkosningum í landinu, sé það vilji þingsins. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir átök Armena og Asera vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 2. mars 2021 08:28 Herinn krefur forsætisráðherra Armeníu um afsögn Forsvarsmenn hers Armeníu hafa krafist þess að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra ríkisins, og ríkisstjórn hans láti af völdum. Pashinyan segist líta á kröfuna sem tilraun til valdaráns og hvetur hann stuðningsmenn sína til að mótmæla á götum úti. 25. febrúar 2021 09:58 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
AP segir frá því að stjórnarandstaðan í Armeníu hafi farið fram á að Pashinyan segi af sér embætti áður en kosningarnar fara fram. Pashinyan tilkynnti í byrjun mánaðar að hann væri reiðubúinn að flýta kosningum til að binda enda á því ástandi sem uppi væri í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir friðarsamkomulagið við Asera sem gert var fyrir milligöngu Rússa í kjölfar átakanna um héraðið Nagorno-Karabakh. Stjórnarandstaðan í Armeníu hefur krafist afsagnar Pashinyan vegna friðarsamkomulags frá í nóvember sem stór hluti armensku þjóðarinnar leit á sem fullkomna uppgjöf og ósigur. Talið er að þúsundir hafi fallið í átökunum, en samkvæmt friðarsamkomulaginu létu Armenar stórt landsvæði af hendi. Pashinyan viðurkenndi í byrjun mánaðar að hafa gert mistök í tengslum við átökin við Asera og sömuleiðis í deilu sinni við hershöfðingja landsins sem hann sakaði suma um tilraun til valdaráns. Pashinyan hefur gegnt embætti forsætisráðherra Armeníu frá maímánuði 2018. Þingkosningar áttu upphaflega að fara næst fram í landinu árið 2023.
Armenía Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Pashinyan kveðst reiðubúinn að flýta kosningum Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur beðið þjóð sína fyrirgefningar og kveðst reiðubúinn að flýta þingkosningum í landinu, sé það vilji þingsins. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir átök Armena og Asera vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 2. mars 2021 08:28 Herinn krefur forsætisráðherra Armeníu um afsögn Forsvarsmenn hers Armeníu hafa krafist þess að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra ríkisins, og ríkisstjórn hans láti af völdum. Pashinyan segist líta á kröfuna sem tilraun til valdaráns og hvetur hann stuðningsmenn sína til að mótmæla á götum úti. 25. febrúar 2021 09:58 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Pashinyan kveðst reiðubúinn að flýta kosningum Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, hefur beðið þjóð sína fyrirgefningar og kveðst reiðubúinn að flýta þingkosningum í landinu, sé það vilji þingsins. Mikil spenna og óvissa hefur verið í armenskum stjórnmálum síðustu vikur og mánuði eftir átök Armena og Asera vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 2. mars 2021 08:28
Herinn krefur forsætisráðherra Armeníu um afsögn Forsvarsmenn hers Armeníu hafa krafist þess að Nikol Pashinyan, forsætisráðherra ríkisins, og ríkisstjórn hans láti af völdum. Pashinyan segist líta á kröfuna sem tilraun til valdaráns og hvetur hann stuðningsmenn sína til að mótmæla á götum úti. 25. febrúar 2021 09:58