Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 12:30 Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára. Vísir/vilhelm Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent