Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar Ragnheiður Einarsdóttir, Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir skrifa 18. mars 2021 13:01 Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun