Spánn fjórða Evrópuríkið til að lögleiða dánaraðstoð Atli Ísleifsson skrifar 18. mars 2021 14:04 Ekki voru allir á eitt sáttir með frumvarpið sem nú er orðið að lögum. Andstaðan var mikil hjá þingmönnum hægriflokka og sömuleiðis kaþólsku kirkjunni. AP Spænska þingið samþykkti í dag að heimila dánaraðstoð og líknardráp hjá sjúklingum sem glímt hafa við ólæknandi sjúkdóma til að gefa þeim möguleika á að binda enda á þjáningar sínar. Spánn verður þar með sjöunda ríki heims til að lögleiða dánaraðstoð og það fjórða í Evrópu. 202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg. Spánn Dánaraðstoð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
202 þingmenn greiddu atkvæði með frumvarpinu, en 141 greiddi atkvæði gegn. „Í dag er þetta orðið mannúðlegra, réttlátara og frjálsara land. Dánaraðstoðarlögin, sem nýtur mikils stuðnings meðal þjóðarinnar, er loks orðið að veruleika,“ sagði forsætisráðherrann Pedro Sanchez að lokinni atkvæðagreiðslunni á spænska þinginu. Hoy somos un país más humano, más justo y más libre. La ley de eutanasia, ampliamente demandada por la sociedad, se convierte por fin en una realidad. Gracias a todas las personas que han peleado incansablemente para que el derecho a morir dignamente fuera reconocido en España. pic.twitter.com/Ge4CZWuvIe— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) March 18, 2021 Með lögunum verður sjúklingum, sem eru með alvarlega og ólæknandi sjúkdóma eða meiðsli, heimilt að fá aðstoð lækna með að binda á líf sitt til að koma í veg fyrir frekari þjáningar. Sjúklingurinn verður að vera talinn með fulla meðvitund þegar beiðni um dánaraðstoð er lögð fram og þá þarf að senda skriflega beiðni í tvígang, með fimmtán daga millibili, eigi læknar að taka beiðni sjúklingsins til meðferðar. Auk stjórnarflokkanna – Jafnaðarmannaflokksins PSOE og vinstriflokksins Podemos – greiddu þingmenn hins frjálslynda Ciudadanos atkvæði með frumvarpinu, en lögin munu taka gildi í júní. Þingmenn íhaldsflokksins PP og hægri öfgaflokksins Vox, sem og kaþólska kirkjan mótmæltu frumvarpinu hins vegar harðlega. Önnur ríki í Evrópu sem hafa lögleitt dánaraðstoð eru Belgía, Holland og Lúxemborg.
Spánn Dánaraðstoð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira