Sú nýjasta hjá Þór/KA æfði með strákum í Úganda frá fimm til fjórtán ára aldurs Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:00 Uppruni, ferill og afrek Söndru Nabweteme gera hana að virkilega áhugaverðum leikmanni og verður gaman að sjá hvernig hún mun standa sig í íslensku deildinni í sumar. Instagram/@thorkastelpur Þór/KA hefur styrkt sig með þremur erlendum leikmönnum fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu en leikmennirnir koma frá Bandaríkjunum, Kanada og Úganda. Þór/KA segir frá nýjum erlendum leikmönnum liðsins á miðlum sínum. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji). Gengið hefur verið frá samningum við þær allar og er unnið að því að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun þannig að KSÍ geti staðfest félagaskipti þeirra. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Andri Hjörvar Albertsson þjálfari kveðst spenntur fyrir komandi tímabili og þessum nýju leikmönnum en var í suttu spjalli við Instagram síða Þór/KA stelpna. „Með tilkomu þessara þriggja erlendu leikmanna fáum við reynslu inn í hinn unga leikmannahóp okkar og styrkjum ákveðnar stöður á vellinum. Leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum eftir undanfarin þrjú tímabil, bæði með brotthvarfi erlendra leikmanna og innlendra sem ýmist hafa haldið utan í atvinnumennsku eða til félaga á suðvesturhorninu. Við horfum bjartsýn fram á komandi tímabil og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Við bindum miklar vonir við þessa þrjá erlendu leikmenn og vonumst til að þær geri okkar öflugu heimastelpur í Þór/KA enn öflugri,“ sagði Andri Hjörvar. Sandra Nabweteme, sem er fædd árið 1996, er landsliðskona frá Katwe í Úganda. Þar hóf hún að æfa knattspyrnu með strákum þegar hún var fimm ára og æfði með strákum þar til hún varð 14 ára. Sandra hafði hún vakið athygli þjálfara og var boðið í Kawempe Muslim-skólann í Úganda þar sem hún spilaði bæði fyrir skólaliðið og meistaraflokksliðið þegar kvennadeildin var stofnuð 2015. Sandra Nabweteme spilaði tvö tímabil í deildinni í Úganda. Á fyrra tímabilinu skoraði hún 17 mörk í níu leikjum og 23 mörk í 14 leikjum á síðari tímabilinu. Árið 2016 hélt hún til Bandaríkjanna í háskólanám og lék með SWOSU-háskólaliðinu (Southwestern Oklahoma State University) næstu fjögur árin meðfram námi í eðlisverkfræði og stærðfræði. Sandra hélt áfram að raða inn mörkum vestra, spilaði samtals 81 leik með SWOSU-liðinu, skoraði 78 mörk og átti 36 stoðsendingar. Hún átti meðal annars stóran þátt í að liðið vann GAC-deildina (Great American Conference) og vann til margvíslegra viðurkenninga á ferli sínum þar, bæði innan deildarinnar og á landsvísu. Hér fyrir neðan má sjá líka kynningu Þór/KA á hinum leikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Sport Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Fótbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Enski boltinn Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Íslenski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Grótta laus úr banni FIFA Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjá meira
Þór/KA segir frá nýjum erlendum leikmönnum liðsins á miðlum sínum. Þetta eru þær Sandra Nabweteme frá Úganda (framherji), Miranda Smith frá Kanada (miðjumaður) og Colleen Kennedy frá Bandaríkjunum (kantmaður/framherji). Gengið hefur verið frá samningum við þær allar og er unnið að því að fá tilskilin leyfi hjá Útlendingastofnun þannig að KSÍ geti staðfest félagaskipti þeirra. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) Andri Hjörvar Albertsson þjálfari kveðst spenntur fyrir komandi tímabili og þessum nýju leikmönnum en var í suttu spjalli við Instagram síða Þór/KA stelpna. „Með tilkomu þessara þriggja erlendu leikmanna fáum við reynslu inn í hinn unga leikmannahóp okkar og styrkjum ákveðnar stöður á vellinum. Leikmannahópurinn hefur tekið miklum breytingum eftir undanfarin þrjú tímabil, bæði með brotthvarfi erlendra leikmanna og innlendra sem ýmist hafa haldið utan í atvinnumennsku eða til félaga á suðvesturhorninu. Við horfum bjartsýn fram á komandi tímabil og hlökkum til að takast á við þær áskoranir sem bíða okkar. Við bindum miklar vonir við þessa þrjá erlendu leikmenn og vonumst til að þær geri okkar öflugu heimastelpur í Þór/KA enn öflugri,“ sagði Andri Hjörvar. Sandra Nabweteme, sem er fædd árið 1996, er landsliðskona frá Katwe í Úganda. Þar hóf hún að æfa knattspyrnu með strákum þegar hún var fimm ára og æfði með strákum þar til hún varð 14 ára. Sandra hafði hún vakið athygli þjálfara og var boðið í Kawempe Muslim-skólann í Úganda þar sem hún spilaði bæði fyrir skólaliðið og meistaraflokksliðið þegar kvennadeildin var stofnuð 2015. Sandra Nabweteme spilaði tvö tímabil í deildinni í Úganda. Á fyrra tímabilinu skoraði hún 17 mörk í níu leikjum og 23 mörk í 14 leikjum á síðari tímabilinu. Árið 2016 hélt hún til Bandaríkjanna í háskólanám og lék með SWOSU-háskólaliðinu (Southwestern Oklahoma State University) næstu fjögur árin meðfram námi í eðlisverkfræði og stærðfræði. Sandra hélt áfram að raða inn mörkum vestra, spilaði samtals 81 leik með SWOSU-liðinu, skoraði 78 mörk og átti 36 stoðsendingar. Hún átti meðal annars stóran þátt í að liðið vann GAC-deildina (Great American Conference) og vann til margvíslegra viðurkenninga á ferli sínum þar, bæði innan deildarinnar og á landsvísu. Hér fyrir neðan má sjá líka kynningu Þór/KA á hinum leikmönnum liðsins. View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur) View this post on Instagram A post shared by Þór/KA (@thorkastelpur)
Pepsi Max-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti „Það er alltaf einstök stemning í þessu húsi“ Sport Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Fótbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Enski boltinn Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Íslenski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Fleiri fréttir Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Ekki í sömu sporum og Ange: „Ég er hjá stærra félagi með meiri pressu“ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Slot fullur eftirsjár og gæti sloppið við bann Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Grótta laus úr banni FIFA Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Sjáðu síðasta borgarslaginn á Goodison með augum stuðningsmannanna Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Antony skoraði þegar lið Andra Lucasar tapaði stórt á heimavelli „Við þurfum heldur betur að rífa okkur í gang“ Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Uppgjörið: Víkingur - Panathinaikos 2-1 | Ótrúlegar senur á köldu Evrópukvöldi í Helsinki Orri byrjaði, skoraði ekki en fagnaði sigri Ruglingur í gangi með rauða spjaldið hjá Slot Arsenal staðfestir slæm tíðindi Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Fyrsta tapið í 12 ár Sjá meira