Geta öll börn hjólað inn í sumarið? Matthías Freyr Matthíasson skrifar 19. mars 2021 07:00 Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið. Allt í einu gat maður verið kominn niður í fjöru að skoða undrin þar eða í nálæga hesthúsabyggð eða í lítinn skóg, í raun hvert sem fætur og fararskjótinn gátu borið mann. Föstudaginn 19. mars 2021 hefst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í tíunda sinn. Söfnunin hefur verið undanfarin ár ákveðinn vorboði og er mikill spenningur fyrir því að taka á móti vorinu sem yfirleitt hefur í för með sér milt veður og við sjáum blómin springa út og grasið grænka. Vonir okkar eru að sem flest börn fái að upplifa það að taka á móti vorinu og sumrinu á eigin hjólum, glöð og kát. Með því að standa að hjólasöfnun eru Barnaheill – Save the Children á Íslandi að leggja sitt af mörkum til þess að börn og ungmenni sem búa við erfiðar aðstæður, hvort sem um er að ræða félagslegar eða fjárhagslegar, fái tækifæri til þess að eignast hjól. Því hjólreiðar veita frelsi en líka aðgang inn í félagslíf þeirra barna og ungmenna sem eiga hjól nú þegar. Með hjólreiðum er hægt að upplifa svo margt og fara á fjarlægja staði. Svo ekki sé nú minnst á hreyfinguna og því að vera úti í náttúrunni. Barnaheill hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu sínu starfi, en í honum er lögð mikil og rík áhersla á að öll börn og ungmenni eigi að hafa tækifæri til þess að taka þátt í tómstundum og skemmtunum. Hjólasöfnunin er eitt af þeim verkefnum sem við viljum nota til að tryggja að svo megi verða. Við viljum leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn sóun og hvetjum því almenning til þess að láta hjól af hendi rakna, hjól sem annars myndu liggja ónotuð eða jafnvel send til förgunar. Söfnunin fer fram í samstarfi við SORPU og eru söfnunargámar settir upp á öllum móttökustöðvum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu. Reglulega eru gámarnir tæmdir og hjólin flutt á verkstæði sem söfnunin hefur til afnota. Sjálfboðaliðar gera við hjólin undir stjórn verkstæðisformanns í samstarfi við IOGT – Æskuna. Hefur söfnunin notið þess að fá dygga aðstoð frá hjólaklúbbum, fyrirtækjum og einstaklingum við viðgerðirnar. Verkefnisstjóri Hjólasöfnunar er í samskiptum við félagsþjónustur sveitarfélaga, hjálparsamtök og fleiri aðila og hvetur starfsmenn þeirra til að senda umsóknir fyrir þau börn og ungmenni sem þurfa á hjólum að halda. Umsóknir eru fjölmargar á ári hverju og frá upphafi hefur rúmlega 2.500 hjólum verið úthlutað til þeirra sem á því þurfa að halda. Það er því ljóst að mikil þörf er á þessu verkefni í okkar samfélagi. Við hvetjum þá sem eiga hjól sem ekki eru í notkun að gefa þau í söfnunina og við leitum einnig eftir sjálfboðaliðum í hjólaviðgerðir, það geta allir lagt eitthvað af mörkum. Höfundur er verkefnastjóri hjá Barnaheillum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar