Ísland enn eina „græna“ land álfunnar Atli Ísleifsson skrifar 19. mars 2021 07:59 Sóttvarnastofnun Evrópu birti uppfært kort í gær. Sóttvarnastofnun Evrópu Aftur er Ísland eina land Evrópu sem skilgreint er sem „grænt“ á nýuppfærðu korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Auk Íslands eru tvö fylki í Noregi skilgreind sem „græn“. Uppfært kort var gefið út í gær og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn. Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 2,5, en nýgengi landamærasmita 6,5. Samkvæmt tölfræði Sóttvarnastofnunarinnar sem aðskilur ekki þessi nýgengi er nýgengið hérlendis 7,96, margfalt minna en í öðrum ríkjum, Sé litið til annarra ríkja Norðurlanda má sjá að nýgengið í Svíþjóð er nú 546, í Noregi 175, Danmörku 161 og Finnlandi 168. Rauði liturinn á kortinu táknar að nýgengi smita sé annað hvort fimmtíu eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Eftir því sem hann er dekkri á kortinu er staðan alvarlegri. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir fimmtíu en hlutfall jákvæðra sé yfir fjögur prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra undir fjögur prósent. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Hefur áhyggjur Greint var frá því fyrr í vikunni að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi lýst yfir ákveðnum áhyggjum af því fyrirkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Litakóðunarkerfi stjórnvalda mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þurfa ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Þórólfur sagði að til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Uppfært kort var gefið út í gær og byggir tölfræðin á gögnum sem safnað er í vikunni áður. Um er að ræða litakóða sem sýna hvernig staðan er í hverju Evrópulandi fyrir sig varðandi faraldurinn. Land eða svæði er skilgreint grænt ef fjórtán daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er undir 25 og hlutfall jákvæðra sýna undir fjögur prósent. Nýgengi innanlandssmita hér á landi er nú 2,5, en nýgengi landamærasmita 6,5. Samkvæmt tölfræði Sóttvarnastofnunarinnar sem aðskilur ekki þessi nýgengi er nýgengið hérlendis 7,96, margfalt minna en í öðrum ríkjum, Sé litið til annarra ríkja Norðurlanda má sjá að nýgengið í Svíþjóð er nú 546, í Noregi 175, Danmörku 161 og Finnlandi 168. Rauði liturinn á kortinu táknar að nýgengi smita sé annað hvort fimmtíu eða hærra og að hlutfall jákvæðra sýna sé fjögur prósent eða hærra eða þá að nýgengið sé hærra en 150. Eftir því sem hann er dekkri á kortinu er staðan alvarlegri. Appelsínuguli liturinn þýðir annað hvort að nýgengið sé undir fimmtíu en hlutfall jákvæðra sé yfir fjögur prósent eða þá að nýgengið sé á bilinu 25 til 150 og hlutfall jákvæðra undir fjögur prósent. Ljósgrátt þýðir síðan að löndin eru ekki með í tölfræðinni. Hefur áhyggjur Greint var frá því fyrr í vikunni að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi lýst yfir ákveðnum áhyggjum af því fyrirkomulagi sem íslensk stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. Litakóðunarkerfi stjórnvalda mun fela það í sér að fólk sem kemur frá löndum sem Sóttvarnastofnun Evrópu metur græn eða appelsínugul þurfa ekki að sæta tvöfaldri skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Þórólfur sagði að til að mynda geti mismunandi svæði innan sama landsins verið merkt mismunandi lit og erfitt geti því reynst fyrir landamæraverði að vita nákvæmlega hvaðan fólk er að koma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00 „Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16. mars 2021 20:00
„Ég tel mig sem sóttvarnalækni ekki bundinn af þessu litakóðunarkerfi“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur ákveðnar áhyggjur af því fyrirkomulagi sem stjórnvöld hafa boðað á landamærunum þann 1. maí næstkomandi. 18. mars 2021 13:04