„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 12:15 KA/Þór er ekki sátt með vinnubrögð HSÍ og áfrýjunardómstóls sambandsins. vísir/hag Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina. Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira