Hver reglan á fætur annarri brotin í aðdraganda banaslyss Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. mars 2021 12:00 Frá slysstað. Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir að fyllsta öryggis og góðs aðbúnaðar hafi ekki verið gætt á verkstað þegar starfsmaður Inga & son ehf., pólskur karlmaður á sextugsaldri, lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ þann þriðja mars í fyrra. Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Í umsögn eftirlitsins um slysið segir að gleymst hafi að steypa súlu í rétta hæð til að gefa nægan stuðning til að halda holplötum uppi, en holplötueiningar á þaki annarar hæðar í austurhluta hússins hrundu niður ásamt tveimur starfsmönnum og lést annar þeirra á slysstað. Fallhæðin var á áttunda metra. Hér má sjá súluna sem ekki var steypt í rétta hæð.Mynd/Vinnueftirlitið Vinnueftirlitið segir í umsögninni að meira álag hafi verið á bráðabirgðastoðum en þeim var ætlað og að niðurröðun holplatna hafi ekki verið í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda. Þá hafi leiðbeiningum ekki verið fylgt við reisingu burðarvirkis. Enn fremur segir að fallvarnarbelti hafi ekki verið notuð og að öryggis- og heilbrigðisáætlun hafi ekki verið á slysstað og hún hafi mögulega ekki verið kynnt starfsmönnum á fullnægjandi hátt. Loftmynd af þaki hússins.Mynd/Vinnueftirlitið Mat Vinnueftirlitsins er að til að koma í veg fyrir sambærileg slys þurfi að gæta vel að samskiptum milli samstarfsmanna um framvindu verksins og frangang verkþátta svo allir sem starfi við framkvæmd þeirra séu þeim kunnugir. Atvinnurekanda beri að sjá til þess að áhættumat liggi fyrir áður en störf hefjast við áhættusama verkþætti líkt og í þessu máli. Áhættumat starfa hjá Inga & Son ehf. hafi verið ófullnægjandi með tilliti til öryggis og heilsu starfsmanna á verkstað, segir í umsögninni. Skýrslu vinnueftirlitsins í heild má lesa hér að neðan (PDF). Tengd skjöl SkyrslaVinnueftirlitsinsPDF2.0MBSækja skjal
Mosfellsbær Vinnuslys Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20 Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29 Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Rannsókn lokið og nefndin einróma Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Fleiri fréttir Rannsókn lokið og nefndin einróma Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 10:20
Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. 4. mars 2020 12:29