Umfjöllun og viðtöl: ÍBV-Þór Ak. 35-27 | Akureyringar engin fyrirstaða fyrir Eyjamenn Einar Kárason skrifar 21. mars 2021 18:00 Kári Kristján Kristjánsson skoraði átta mörk gegn Þór. vísir/vilhelm ÍBV unnu góðan 8 marka sigur á Þór Akureyri, 35-27 og halda því uppteknum hætti frá sigrinum á Val í síðustu umferð. Leikurinn var jafn til að byrja með en liðin skiptust á að koma boltanum í netið. Eftir 10 mínútna leik var leikurinn jafn 5-5 en Akureyringar mættu klárir til leiks eftir sigur á ÍR í umferðinni á undan. Heimamenn lifnuðu þá við og skoruðu fjögur mörk gegn einu á næstu fimm mínútum og staðan orðin 9-6. Þrátt fyrir forskotið voru sprækir Þórsarar aldrei langt undan en undir lok fyrri hálfleiks komust ÍBV í 19-15 og sú var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Akureyringar náðu að minnka muninn í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks en nær komust þeir ekki það sem eftir lifði leiks. Heimamenn skoruðu næstu fjögur mörk og með því gerðu þeir út um leikinn. Mestur var munurinn 10 mörk en þegar flautað var til leiksloka var staðan 35-27 og góður sigur ÍBV staðreynd. Af hverju vann ÍBV? Auðvelda svarið er að ÍBV er einfaldlega með sterkari og breiðari hóp en Þórsarar. Heimamenn gátu notað hópinn vel í dag og þeir menn sem komu inn stóðu vaktina vel. Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn sterki í liði ÍBV, átti góðan dag og skoraði 8 mörk, þar af tvö víti. Arnór Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson gerðu 5 mörk hvor. Í liði gestanna var Ihor Kopyshynskyi manna sprækastur og skoraði 7 mörk. Honum næstur var Þórður Tandri Ágústsson með 5 mörk. Hvað gekk illa? Markvarsla beggja liða var fremur slök í dag, svo ekki sé meira sagt. Hvað gerist næst? ÍBV heimsækja Fram á meðan Þórsarar fá Valsara í heimsókn. Kristinn: Erum þolinmóðir Kristinn Guðmundsson var að mestu sáttur með spilamennskuna gegn Þór.vísir/bára „Ég er bara sáttur við þennan sigur, sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Það var margt mjög gott í okkar leik í dag. Við vorum að fá á okkur alltof mörg mörk í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en erum þolinmóðir að það taki tíma til að berja Þórsarana niður.“ „Við erum í ákveðnum erfiðleikum í fyrri hálfleik með vörn og markvörslu. Þá verður þetta eltingaleikur og við ræddum það að vera þolinmóðir og það hafðist. Við fáum framlag frá mörgum leikmönnum í dag sem er frábært.“ Eyjamenn hafa verið að endurheimta öfluga leikmenn eins og Sigtrygg Daða Rúnarsson og Fannar Þór Friðgeirsson eftir meiðsli og er Kristinn ánægður með viðbótina í hópinn. „Þeir sem hafa verið að spila eru búnir að ná sér í fullt af reynslu og í dag náum við að hreyfa fleiri leikmenn, sem er bara frábært.“ Eftir góðan útisigur á Val í síðustu umferð og sigurinn í dag horfa Eyjamenn bjartir fram á veginn. „Það er bara næsti leikur á móti Fram, sem verður hörkuleikur. Framararnir eru eiturhættulegir. Við þurfum að safna kröftum, undirbúa okkur vel og mæta klárir,“ sagði Kristinn að lokum. Halldór Örn: Ákveðinn gæðamunur Halldór Örn Tryggvason var ekkert alltof sáttur með sína menn eftir tapið í Eyjum.vísir/hulda margrét „Ég er gríðarlega svekktur," sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsara. „Miðað við hvernig við spiluðum heilt yfir þá erum við inni í leiknum. Ég er svekktastur með hvernig menn koma inn í seinni hálfleikinn.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri langt frá því að vera búið. Við vorum að gera vel sóknarlega og varnarlega stóðu menn ágætlega. Það vantaði upp á markvörslu í dag.“ „Það er ákveðinn gæðamunur á liðunum. Við erum með þunnskipaðan hóp og þeir ná að rúlla betur en við. Það er kannski stóri munurinn,“ sagði Halldór Örn. Olís-deild karla ÍBV Þór Akureyri
ÍBV unnu góðan 8 marka sigur á Þór Akureyri, 35-27 og halda því uppteknum hætti frá sigrinum á Val í síðustu umferð. Leikurinn var jafn til að byrja með en liðin skiptust á að koma boltanum í netið. Eftir 10 mínútna leik var leikurinn jafn 5-5 en Akureyringar mættu klárir til leiks eftir sigur á ÍR í umferðinni á undan. Heimamenn lifnuðu þá við og skoruðu fjögur mörk gegn einu á næstu fimm mínútum og staðan orðin 9-6. Þrátt fyrir forskotið voru sprækir Þórsarar aldrei langt undan en undir lok fyrri hálfleiks komust ÍBV í 19-15 og sú var staðan þegar gengið var til búningsherbergja. Akureyringar náðu að minnka muninn í þrjú mörk í upphafi síðari hálfleiks en nær komust þeir ekki það sem eftir lifði leiks. Heimamenn skoruðu næstu fjögur mörk og með því gerðu þeir út um leikinn. Mestur var munurinn 10 mörk en þegar flautað var til leiksloka var staðan 35-27 og góður sigur ÍBV staðreynd. Af hverju vann ÍBV? Auðvelda svarið er að ÍBV er einfaldlega með sterkari og breiðari hóp en Þórsarar. Heimamenn gátu notað hópinn vel í dag og þeir menn sem komu inn stóðu vaktina vel. Hverjir stóðu upp úr? Kári Kristján Kristjánsson, línumaðurinn sterki í liði ÍBV, átti góðan dag og skoraði 8 mörk, þar af tvö víti. Arnór Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson gerðu 5 mörk hvor. Í liði gestanna var Ihor Kopyshynskyi manna sprækastur og skoraði 7 mörk. Honum næstur var Þórður Tandri Ágústsson með 5 mörk. Hvað gekk illa? Markvarsla beggja liða var fremur slök í dag, svo ekki sé meira sagt. Hvað gerist næst? ÍBV heimsækja Fram á meðan Þórsarar fá Valsara í heimsókn. Kristinn: Erum þolinmóðir Kristinn Guðmundsson var að mestu sáttur með spilamennskuna gegn Þór.vísir/bára „Ég er bara sáttur við þennan sigur, sagði Kristinn Guðmundsson, þjálfari ÍBV, eftir leik. ,,Það var margt mjög gott í okkar leik í dag. Við vorum að fá á okkur alltof mörg mörk í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik en erum þolinmóðir að það taki tíma til að berja Þórsarana niður.“ „Við erum í ákveðnum erfiðleikum í fyrri hálfleik með vörn og markvörslu. Þá verður þetta eltingaleikur og við ræddum það að vera þolinmóðir og það hafðist. Við fáum framlag frá mörgum leikmönnum í dag sem er frábært.“ Eyjamenn hafa verið að endurheimta öfluga leikmenn eins og Sigtrygg Daða Rúnarsson og Fannar Þór Friðgeirsson eftir meiðsli og er Kristinn ánægður með viðbótina í hópinn. „Þeir sem hafa verið að spila eru búnir að ná sér í fullt af reynslu og í dag náum við að hreyfa fleiri leikmenn, sem er bara frábært.“ Eftir góðan útisigur á Val í síðustu umferð og sigurinn í dag horfa Eyjamenn bjartir fram á veginn. „Það er bara næsti leikur á móti Fram, sem verður hörkuleikur. Framararnir eru eiturhættulegir. Við þurfum að safna kröftum, undirbúa okkur vel og mæta klárir,“ sagði Kristinn að lokum. Halldór Örn: Ákveðinn gæðamunur Halldór Örn Tryggvason var ekkert alltof sáttur með sína menn eftir tapið í Eyjum.vísir/hulda margrét „Ég er gríðarlega svekktur," sagði Halldór Örn Tryggvason, þjálfari Þórsara. „Miðað við hvernig við spiluðum heilt yfir þá erum við inni í leiknum. Ég er svekktastur með hvernig menn koma inn í seinni hálfleikinn.“ „Við töluðum um það í hálfleik að þetta væri langt frá því að vera búið. Við vorum að gera vel sóknarlega og varnarlega stóðu menn ágætlega. Það vantaði upp á markvörslu í dag.“ „Það er ákveðinn gæðamunur á liðunum. Við erum með þunnskipaðan hóp og þeir ná að rúlla betur en við. Það er kannski stóri munurinn,“ sagði Halldór Örn.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti