Segir litakóðakerfið klaufaleg mistök Birgir Olgeirsson skrifar 19. mars 2021 18:30 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Einar Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, líst illa á áætlanir stjórnvalda um að taka upp litakóðakerfi á landamærunum. „Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
„Mér finnst þetta úr þeirri fjarlægð sem ég er frá þessu að þetta líti út eins og klaufaleg mistök. Ástæðan fyrir því að mér finnst þetta líta út eins og mistök eru eftirfarandi: Svona faraldur sem er að ganga yfir hefur sýnt okkur fram á að það er mjög erfitt að spá fyrir um hvað gerist næst. Við höfum ekki hugmynd um hvernig ástandið verður á Íslandi 1. maí. Við höfum enn síður nokkurn möguleika á að spá fyrir hvernig ástandið verður í þeim löndum þar sem fólk býr sem hingað kæmi. Staðreyndin er sú að þó svo að það sé farið fram á vottorð um neikvætt próf og þó svo menn séu prófaðir á landamærunum þá er reynslan sú að mjög stór hundraðshluti þeirra sem kemur inn reynist vera sýktur eftir fimm daga sóttkví,“ segir Kári. Neikvætt PCR-próf frá brottfararstað og fyrri skimun á landamærunum veiti ekki nema svolítið öryggi að hans mati. Það minnki straum þeirra sýktu sem hefðu komið inn í landið. „En það er mjög mikil hætta á að það komist fólk inn í landið sem er sýkt og breiðir út þessa pest.“ Seinni skimunin á landamærunum að lokinni sóttkví hafi gripið marga sýkta sem að öðrum kosti hefðu komist inn í landið. „Ég skil að mörgu leyti þær röksemdir sem búa að baki því að lýsa yfir að eftir ákveðinn tíma, í þessu tilviki eftir 1. maí, þá verði kringumstaðan breytt á landamærum vegna þess að ferðaþjónustan þurfi að geta byrjað að skipuleggja sig. En ég held að þetta sé bjarnargreiði fyrir ferðaþjónustuna vegna þess að ef við opnum og fáum fjórðu bylgjuna þá vegur þetta fyrst og fremst að ferðaþjónustunni. Ég held að þetta séu mistök,“ segir Kári. Klippa: Viðtal við Kára Stefánsson í heild sinni Hann segir gott fólk sitja í ríkisstjórninni sem hafi staðið sig mjög vel í þessum faraldri. „Ríkisstjórnin hefur skilið þetta eftir í höndunum á sóttvarnayfirvöldum og getur nú barið sér á brjóst yfir því að 92 prósent þjóðarinnar hafi stutt þær aðgerðir sem hefur verið gripið til. En það er eins gott fyrir þessa ríkisstjórn að horfa til þess á kosningaári að ástæðan fyrir því að stuðningurinn hefur verið svo mikill er sú að þau hafa gert þetta á mjög skynsaman hátt. Þessi ákvörðun að segja fyrir fram með eins og hálfs mánaðar fyrirvara að það eigi að gera eitthvað ákveðið þann fyrsta maí sem felur í sér að létta á aðgerðum á landamærunum er í besta falli óskynsamlegt og óheppuilegt og ég vona að þau sjá að sér, þetta góða fólk. Ég reikna með að þau séu það góð að þau komi til með að skipta um skoðun. Þetta er ekki hægt. Það er ekki verið að hlúa að ferðaþjónustu. Það er ekki verið að sinna sóttvörnum, það er ekki verið að hlúa að fólkinu í landinu. Það er verið að taka ákvörðun sem byggir á mjög sterkri óskhyggju,“ segir Kári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði við fréttastofu að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að enn sé stefnt að litakóðakerfi á landamærunum 1. maí. Hún benti á að ef litakóðakerfið tæki gildi á landamærunum á morgun þá yrðu sóttvarnaaðgerðir óbreyttar því öll lönd í Evrópu væru rauð. Kári gefur lítið fyrir þau rök. „Vegna þess að ég vonast til þess að fyrsta maí verði eitthvað af þessum löndum orðin græn aftur. Þá sitjum við uppi með þann vanda að þó svo sem menn komi frá Danmörku þá er mjög erfitt að fá staðfestingu á því hvar ferðin byrjaði. Hættan er á því að fólk komi frá hinum og þessum löndum í gegnum þau lönd sem græn eru. Og reynslan sýnir okkur að það er ekki bara fræðileg áhætta, það er raunveruleiki. Svona gerist þetta. Mér finnst þetta í alla staði mjög óskynsamlegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira