Liggur enn ekki fyrir hvernig konan smitaðist Sylvía Hall skrifar 19. mars 2021 21:02 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Enn er ekki ljóst hvernig konan sem greindist með breska afbrigði kórónuveirunnar utan sóttkvíar á miðvikudag smitaðist af veirunni. Yfir hundrað einstaklingar eru í sóttkví vegna smitsins en smitrakningarteymi almannavarna telur sig hafa náð í flestalla þá sem eru útsettir. Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Þetta sagði Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymisins, í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir alltaf áhyggjuefni þegar smit greinist utan sóttkvíar, þá sérstaklega þegar fáir séu að greinast með veiruna. „Við erum náttúrulega vön því þegar bylgjurnar voru sem hæstar að þá voru mörg tilfelli utan sóttkvíar, en þegar svona fá eru fer allt í gang. Það er kortlagning á ferðum og mat á því hverjir teljist útsettir og hvort einhverjir sérstakir staðir eru þar sem þarf að gefa út viðvaranir.“ Þegar bylgjur faraldursins hafa staðið sem hæst hafa nokkrir tugir fólks starfað að smitrakningu, en að sögn Jóhanns hafa um það bil átta unnið að smitrakningu undanfarnar vikur. „Það eru svona fjórir að vinna á hverjum tíma og við höfum ekki farið niður úr því til að tryggja þetta viðbragð. Við erum líka að sinna allskonar eftirliti í kerfinu varðandi þá sem eru í sóttkví eftir komuna til landsins.“ Konan er starfsmaður ION-hótelsins við Nesjavelli.Vísir/Egill Færri útsettir þegar miklar takmarkanir eru í gildi Hann segir tímann leiða í ljós hvort takist að rekja uppruna smitsins en talsvert hafi verið um sýnatökur í kjölfarið. Almennt sé miðað við að þeir sem hafi verið í samskiptum við smitaðan einstakling 48 tímum fyrir einkenni geti verið útsettir. „Við erum að beita [sýnatökum] varðandi sérstaka hópa sem eru kannski fyrir utan þetta sóttkvíartímabil. Þá erum við í rauninni að skima fyrir því hvort einhver veira sé í því nærumhverfi.“ Hann segir verklagið í sífelldri þróun og mikil lærdómur hafi verið dreginn af síðastliðnu ári, en það séu miklar sveiflur eftir tímabilum hversu umfangsmikil smitrakning er. Þegar aðgerðir eru minni innanlands eru fleiri möguleikar fyrir veiruna að dreifa sér. „Þegar það eru takmarkanir í gangi eru færri sem eru útsettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20 Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12 Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Reyndist vera með breska afbrigði veirunnar Kona sem greindist með kórónuveiruna utan sóttkvíar á miðvikudag er með breska afbrigði veirunnar. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við Vísi. Rúmlega hundrað einstaklingar voru sendir í sóttkví í gær eftir að konan greindist. 19. mars 2021 11:20
Ingó veðurguð í sóttkví eftir að hafa skemmt í starfsmannagleði Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, er á leið í sóttkví. Hann skemmti á starfsmannagleði ION hótela á sunnudag en einn starfsmaður sem sótti samkvæmið greindist með veiruna í gær. 18. mars 2021 18:12
Yfir hundrað í sóttkví vegna smitsins sem greindist í gær Rúmlega hundrað einstaklingar hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við kórónuveirusmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær. Enn liggur ekki fyrir hvort um sé að ræða hið svokallaða breska afbrigði veirunnar en búist er við að raðgreiningu ljúki í kvöld. 18. mars 2021 17:27