Lífið

Auddi rétt slapp en Jón Jónsson varð eftir

Sylvía Hall skrifar
Jón Jónsson útilokar ekki gistipartý hjá Sverri Bergmann í ljósi stöðunnar.
Jón Jónsson útilokar ekki gistipartý hjá Sverri Bergmann í ljósi stöðunnar. Aðsend

Fjöldi skemmtikrafta steig á svið á Skjálftatónleikum Fjölbrautarskóla Suðurnesja í Hljómahöllinni í kvöld. Á sama tíma og ballið fór fram fór að gjósa í Fagradalsfjalli og hefur Reykjanesbrautinni verið lokað vegna þessa.

Meðal þeirra sem skemmtu á ballinu eru tónlistarmaðurinn Jón Jónsson. Hann, ólíkt félaga sínum Auðunni Blöndal sem einnig skemmti á tónleikunum, er sem stendur fastur í Keflavík.

„Ég var bara að frétta af því núna. Ég var bara að koma af sviðinu,“ segir Jón léttur í samtali við Vísi. „Þetta hittir samt ágætlega á því fjölskyldan er á Akureyri. Ég ætlaði að fljúga aftur á morgun en það verður að koma í ljós.“

„Ætli við förum ekki bara heim til Sverris Bergmann, hann býr hérna í Njarðvík og var að spila á undan mér.“

Stemning hjá Swess

Auðunn Blöndal mun þó ekki leita skjóls hjá Sverri í nótt þar sem hann komst til Reykjavíkur í tæka tíð. Á leiðinni sá hann gosið greinilega, en mikill fjöldi bíla var á Reykjanesbrautinni.

„Það var rosalegt. Það er bíl í bíl, ég veit ekki hvernig fólk ætlar að snúa við,“ segir Auddi sem var nýkominn heim þegar blaðamaður náði af honum tali. „Ég vorkenni fólkinu sem ætlaði að kíkja á þetta, það er örtröð alveg frá álverinu og upp að N1 í Hafnarfirði.“

Hann segist þó feginn að hafa náð að komast heim til sín, á löglegum hraða, áður en brautinni var lokað. Vinir hans sem urðu eftir geti þó treyst á Sverri. „Það verður stemning hjá honum í kvöld.“


Tengdar fréttir

Reykjanesbraut lokað

Reykjanesbraut hefur verið lokað vegna eldgossins sem hófst í Fagradalsfjalli nú í kvöld. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna.

Gos hafið í Fagradalsfjalli

Eldgos er hafið í Geldingadal við Fagradalsfjall. Tilkynning þess efnis barst frá Veðurstofu Íslands til fjölmiðla klukkan 21:55 og í framhaldinu að það hefði að líkindum hafist klukkan 20:45. Lítill órói hefur sést á jarðskjálftamælum. Almannavarnir brýna fyrir fólki að vera ekki að fara ekki á staðinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.