Crotone er enn í neðsta sæti ítölsku deildarinnar eftir tap á heimavelli gegn Bologna í dag og þegar tíu leikir eru eftir er dýrt að tapa niður tveggja marka forskoti þegar átta stig eru í öruggt sæti.
Heimamenn komust yfir á 32. mínútu með marki frá Junior Messias áður en Simy tvöfaldaði forystuna af vítapunktinum fimm mínútum fyrir hálfleik.
Bologna gáfust þó ekki upp og á 62. mínútu var varnarmaðurinn Adama Soumaoro búinn að minnka muninn.
Átta mínútum seinna jafnaði Jerdy Schouten metin og þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka fullkomnaði Andreas Skov Olsen endurkomuna.
Bologna fara í 34 stig og lyfta sér upp um tvö sæti með sigrinum, úr tólfta upp í það tíunda.
Crotone er sem fyrr segir á botni deildarinnar með 15 stig.
TRIPLICE FISCHIO
— Bologna Fc 1909 (@BfcOfficialPage) March 20, 2021
La vinciamo noi in rimonta
GRANDI RAGAZZI #CrotoneBologna #WeAreOne pic.twitter.com/j8GCNo8wzs