Erlent

Þrennt drukknaði við strendur Grænlands

Samúel Karl Ólason skrifar
Talilð er að fólkið hafi siglt á sker eða ís.
Talilð er að fólkið hafi siglt á sker eða ís. Getty/Ulrik Pedersen

Tveir menn og kona drukknuðu eftir sjóslys við strendur Grænlands á fimmtudaginn. Fólkið var á siglingu frá Narsaq til Qaqortoq við suðurstrendur Grænlands en skilaði sér ekki á áfangastað.

Þau fundust svo öll eftir leit og hefur verið staðfest að þau drukknuðu, samkvæmt frétt Sermitsiaq.

Lík manns og konu og slöngubátur fólksins fundust á föstudaginn og svo fannst lík þriðja mannsins í gær. Það var um tveimur sjómílum frá staðnum þar sem báturinn fannst.

Skemmdir fundust á stefni bátsins og er talið að þau hafi siglt á sker, ís eða eitthvað annað hart. Við það hafi þau kastast úr bátnum og drukknað, samkvæmt frétt KNR. Fólkið var á fertugsaldri.

Í fyrri frétt Sermitsiaq segir að siglingin milli Narsaq og Qaqortoq taki yfirleitt um klukkustund. Leitarmenn hafi því verið kallaðir til á hádegi á föstudaginn eftir að fólkið hafði ekki skilað sér. Notast var við báta og þyrlu við leitina og fundust fyrstu líkin tvö um fjögurleytið á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×