Þetta segir Ásgeir Guðmundsson, eigandi staðarins, í samtali við mbl.is sem greindi fyrst frá málinu í gærkvöldi.
Til þessa hafa hundar verið leyfðir inni á staðnum en nú kemur til greina að því verði hætt. Samkvæmt frétt mbl.is var stúlkan flutt á slysadeild eftir atvikið en ekki fengust upplýsingar um hvort hún væri mikið slösuð eftir bitið.
Sjálfur var Ásgeir ekki á staðnum þegar atvikið átti sér stað skömmu fyrir klukkan ellefu á föstudagskvöldið. Hann segir í samtali við mbl.is að svo virðist sem atvikið hafi gerst nokkurn veginn upp úr þurru en hundurinn var í fylgd ungs manns sem var á staðnum. Ásgeir kveðst hafa rætt við föður stúlkunnar í kjölfarið sem segir að svo virðist sem betur hafi farið en á horfðist.