Renna búgreinafélögin og búnaðarsamböndin undir Bændasamtökin? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2021 12:25 Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, sem hefur undirbúið búnaðarþingið síðustu vikur með sínu fólki í Bændahöllinni. Aðsend Bændur víðs vegar af landinu streyma nú til höfuðborgarinnar því Búnaðarþing hefst á morgun í Bændahöllinni þar sem forsætisráðherra, landbúnaðarráðherra og forseti Íslands flytja ávarp, auk þess sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna flytur setningarræðu. Breyting á félagskerfi bænda verður aðal umræðuefni þingsins. Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend Landbúnaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Yfirskrift Búnaðarþingsins er „Áfram veginn“, sem vísar í þá hugmynd Bændasamtakanna að breyta félagskerfi bænda með því að sameina Bændasamtökin og þau búgreinafélög sem eiga aðild að samtökunum í eitt félag. Með því yrði hægt að tryggja enn frekar tengsl bænda við neytendur og stjórnvöld á hverjum tíma. En af hverju á að fara að breyta félagskerfinu? „Það er ekki einfalt fyrir leikmenn að átta sig á hversu umfangsmikið og flókið þetta félgskerfi er og það er líka alveg ljóst að reksturinn á þessu félagskerfi bænda er mjög þungur. Við erum með tólf búgreinafélög, til dæmis Félaga kjúklingabænda, Félag hrossabænda, Landssamtök kúabænda, Landsamtök skógarbænda, Geitfjárræktarfélag Íslands og þar fram eftir götum. Þessi búgreinafélög innheimta sín félagsgjöld hvert fyrir sig og upphæðirnar eru mjög ólíkar. Þannig að bændur geta bæði verðið að greiða í sitt búgreinafélag og síðan félagsgjöld til Bændasamtakanna,“ segir Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Þessu segir Vigdís æskilegt að breyta þannig að búgreinafélögin renni beint inn í Bændasamtökin. Þá eru líka 11 sjálfstæð búnaðarfélög víðs vegar um landið, sem myndu þá líka fara undir Bændasamtökin verði málið samþykkt á búnaðarþinginu. En heldur Vigdís að bændur munu samþykkja þetta á þinginu? „Við erum búin að halda núna á fjórða tug funda frá því í janúar þar sem hafa verið kynntar tillögur að breyttu félagskerfi. Það er afskaplega ánægjulegt að sjá hvað bændur eru jákvæðir og sjá sér hag í að tilheyra heildarsamtökum bænda.“ Búnaðarþing verður sett klukkan 12:30 á morgun og því lýkur síðdegis á þriðjudaginn. Þingið verður haldið í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík.Aðsend
Landbúnaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira