Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna Árni Jóhannsson skrifar 21. mars 2021 21:35 Matthías Orri Sigurðarson átti fínan leik en skammaðist sín fyrir frammistöðuna í kvöld. Vísir/Bára KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“ KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því Sport Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Matthías Orri Sigurðsson var skiljanlega ekki upplitsdjarfur eftir leikinn og frammistöðu sinna manna. „Ég bara skammast mín smá fyrir frammistöðuna í dag“, sagði Matthías þegar hann var spurður hvernig hægt væri að útskýra svona tap. „Ég skammast mín líka bara fyrir frammistöðuna almennt á heimavelli þennan veturinn. Við vorum andlausir, fyrir utan fyrstu 10 mínúturnar, alveg bara pinkulitlir í okkur og ekki tilbúnir til að berjast eða gera neitt af því sem við ætluðum okkur. Um leið og þeir byrjuðu að lemja á okkur bökkuðum við í burtu og vorum allt of lengi að svara fyrir okkur. Það er ansi margt sem þarf að laga hjá okkur.“ Matthías var síðan spurður út í hvort að einbeitingin hafi horfið eftir að liðið náði 18-1 forskoti í byrjun leiks og að um leið hafi þá sjálfstraustið horfið. „Sjálfstraustið var ekki farið. Það var bara eins og það hafi gjörsamlega slokknað á okkur. Þeir skoruðu 13 stig á okkur í fyrsta leikhluta en síðan í öðrum þá skora þeir yfir 30. Við hleyptum þeim inn í þetta og fengum ótal sénsa til að taka þetta til baka. Náðum þeim aðeins aftur í fjórða leikhluta en svo bara slokknaði aftur á okkur. Svo í seinasta leikhlutanum þá vorum við að klikka á galopnum skotum. Ég bara man ekki eftir leik þar sem við klikkuðum á svona mörgum galopnum þristum. Við klikkuðum ítrekað og það er einhver einbeitingarvandi. Ég hef lítið um svör núna“, sagði Matthías mjög hugsi um hvað hefði gerst hjá sínum mönnum. Að lokum var hann spurður að því hvort það væri kostur að það væri stutt í næsta leik. „Já það er mjög fínt. Við þurfum að ná þessum leik aftur til baka og við þurfum að vinna í ansi mörgum hlutum.“
KR Dominos-deild karla Körfubolti Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10 Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því Sport Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Þór Ak. 86-90| Sigur Þórs í spennuþrungnum og ótrúlegum leik Þór frá Akureyri lét það ekki á sig fá að lenda 18-1 undir í leik sínum á móti KR heldur gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn. 21. mars 2021 21:10