Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2021 11:15 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Unnið er að raðgreiningu veirunnar sem greindist á skipinu en það mun liggja við bryggju næstu daga. Skipverjar verða í einangrun um borð. Hið svokallaða brasilíska afbrigði SARS-CoV-2 er talið vera meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en upphaflega afbrigðið. Þórólfur sagði sex hafa greinst með Covid-19 um helgina og þar af hefðu þrír verið utan sóttkvíar. Þessir þrír væru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og tilheyrðu sömu fjölskyldu en ekki hefði verið unnt að rekja hvaða smitið kom. Hátt í 300 hafa verið sendir í sóttkví í tengslum við þessi smit. Allir með einkenni í skimun! Aðspurður sagði Þórólfur yfirvöld hafa vitneskju um að smitaðir einstaklingar hefðu meðal annars mætt í fermingaveislur og verið úti á lífinu. Hann sagði blikur á lofti varðandi faraldurinn innanlands og það væri áhyggjuefni að innlögðum einstaklingum væri að fjölga. Hann sagði þrjá liggja inni eins og er en hann ætti von á að þeim myndi fjölga. Mynstrið sem væri að koma í ljós síðustu daga benti til þess að samfélagslegt smit væri að aukast og biðlaði Þórólfur til fólks um að fara í sýnatöku um leið og einkenna yrði vart og geyma það alls ekki. Slík hegðun gæti haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. Sagði hann að ef aukning yrði myndi hann eflaust leggja til við ráðherra að herða aðgerðir. Hann teldi það þó ekki tímabært í dag. Smitum hefði einnig verið að fjölga á landamærunum og samfélagssmitin mætti rekja til þeirra. Hann væri með í smíðum nýjar tillögur um aðgerðir á landamærunum sem hann myndi skila til ráðherra á næstu dögum en vildi ekki tjá sig um að svo stöddu. Þegar hann svaraði spurningum blaðamanna sagðist Þórólfur meðal annars koma inn á aukið eftirlit með einstaklingum í sóttkví og útfærslu á því hvaða vottorð verða tekin gild. Sóttvarnalæknir hvatti fólk til að sinna persónubundnum smitvörnum og hvatti það enn og aftur til að fara samstundis í sýnatöku ef einkenna yrði vart og halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira