Grillað brauð, hjólreiðafólk og þjóðhátíðarstemning við gosið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:30 Fólksfjöldinn hjá eldgosinu við Fagradalsfjall á Reykjanesi í gær. Vísir/Vilhelm Mikill mannfjöldi var við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall þegar Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis leit þar við í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira