Allt gert til að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 12:29 Skipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag. Staðfest er að tíu séu með COVID-19. Vísir/Vilhelm Allt er gert til að koma í veg fyrir að smit tíu skipverja súrálsskips berist út í samfélagið. Yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að enginn nema heilbrigðisstarfsmenn megi fara um borð í skipið og þá er megi enginn fara frá borði. Líðan skipverjanna er þokkaleg miðað við aðstæður að sögn yfirlögregluþjóns. Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“ Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Þegar súrálsflutningaskipið lagðist að bryggju í Reyðarfirði á laugardag voru sjö með væg einkenni en sýnataka leiddi í ljós að tíu hafi smitast af COVID-19 sjúkdómnum. Skipið kemur frá Brasilíu og flytur súrál frá Suður-Ameríku til Evrópu. Því er enginn Íslendingur um borð. Kristján Ólafur Guðnason yfirlögregluþjónn á Austurlandi segir að þessa stundina sé enginn alvarlega veikur um borð. „Við komuna á laugardag voru skipverjarnir sjö talsins sem höfðu væg einkenni eingöngu og það hefur nokkuð haldið sér síðan en það getur auðvitað breyst og er fylgst vel með af hálfu sóttvarnayfirvalda hér. Eins og staðan er núna þá vitum við ekki annað en að allir séu við þokkalega heilsu.“ Þeir sem greindust jákvæðir í sýnatöku eru í einangrun og hinir eru í sóttkví um borð í skipinu. Eru einhverjar líkur á að smit geti borist út í samfélagið? „Það er allt gert til að koma í veg fyrir það. Engin samskipti eru við skipverjanna; enginn fer um borð nema heilbrigðisstarfsmenn og enginn fer frá borði þannig að það á ekki að vera nein hætta á smiti að við teljum.“ Sóttvarnayfirvöld eru í viðbragðsstöðu og fylgst er með líðan skipverjanna. „Af hálfu sóttvarnayfirvalda hér þá er fylgst vel með skipverjunum og gott samband er þar á milli og það er staðan eins og hún er núna. Brugðist verður við ef ástæða þykir til en annars er „status quo ástand um borð á meðan frekari veikindi gera ekki vart við sig og þau verða ekki alvarlegri en þau þó eru núna.“
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áliðnaður Tengdar fréttir Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15 Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46 Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Skipið að koma frá Brasilíu: Meiri samfélagsdreifing mögulega í uppsiglingu segir Þórólfur Skipið sem nú liggur við höfn á Reyðarfirði vegna Covid-19 veikinda skipverja var að koma frá Brasilíu. Tíu af nítján áhafnarmeðlimum hafa þegar greinst en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir líkur á að allir skipverjar séu með kórónuveiruna. 22. mars 2021 11:15
Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa Sjö greindust innanlands síðustu þrjá sólarhringa. Einn greindist á föstudag, einn á laugardag og fimm í gær, sunnudag. Þrír sem greindust í gær voru utan sóttkvíar, en aðrir þeir sem greindust um helgina voru í sóttkví. 22. mars 2021 10:46
Tíu skipverjar af nítján reyndust smitaðir af Covid-19 Súrálsskip með nítján manna áhöfn kom til Reyðarfjarðar í gær og lagði að Mjóeyrarhöfn, en sjö manns í áhöfn skipsins voru þá veikir. 21. mars 2021 21:54