Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Þór Þ. 98-105 | Þór frá Þorlákshöfn endurheimti 2. sætið eftir kaflaskiptan leik Árni Jóhannsson skrifar 22. mars 2021 21:14 ÍR - Höttur. Dominos deild karla vetur 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. en leikurinn endaði 98-104. Það voru gestirnir í Þór Þ. sem byrjuðu töluvert betur í leiknum í kvöld. Það rigndi þristum frá Þorlákshöfn og á hinum endanum náðu þeir að gera ÍR-ingum virkilega erfitt fyrir. Heimamenn virkuðu á köflum fyrsta leikhluta ráðalausir en náðu vopnum sínum örlítið þannig að gestirnir voru ekki of langt undan eftir leikhlutann sem endaði 25-31. Í öðrum leikhluta snerist taflið við og það voru ÍR-ingar sem léku við hvern sinn fingur sóknarlega og þvinguðu gestina oft á tíðum í að tapa boltanum eða taka erfiðari skot. Þriggja stiga skotin höfðu verði galopin í fyrsta fjórðung en þau voru það alls ekki í þeim öðrum. ÍR náði forskotinum sem varð þó ekki nema fjögur stig mest og á endanum þrjú stig í lok fyrri hálfleiks 55-52. Sami gangur var á leiknum í þriðja leikhluta þar sem ÍR réð ferðinni og komust þeir mest 14 stigum yfir með sömu uppskrift. Sterk vörn og góður sóknarleikur inn í teig þar sem Þórsara áttu mjög erfitt með að stoppa t.d. Zvonko Buljan, Evan Singletary og Everage Richardson. Í lok leikhlutans fundu gestirnir ryþmann aftur og löguðu stöðuna örlítið þannig að munurinn var 10 stig, 83-73, þegar þriðja leihluta lauk. Þá hertist varnarleikur gestanna aftur og sigu þeir fram úr hægt en örugglega en þeir jöfnuðu leikinn í 92-92 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þjálfari ÍR talaði um það í viðtali eftir leik að þreyta hafi einkennt sína menn í lok leiksins og virtist það vera rétt því einbeitingin var engin og náði Þór að byggja upp fínt forskot á lokamínútunum og landa sjö stiga sigri 98-105. Þór klýfur upp í annað sætið á meðan ÍR-ingar þurfa að fara að ná sigurleikjum svo þeir missi ekki Tindastól yfir sig í áttunda sætið sem gefur síðasta sætið í úrslitakeppninni. Afhverju vann Þór Þ.? Það eru líklega flestir sammála því að Þór Þ. sé með betra körfuboltalið en ÍR enda hefur stöðutaflan sjaldan logið að okkur. Hinsvegar þá voru þeir í bölvuðu brasi með ÍR-inga lungað úr leiknum. Það sem gerðist í fjórða leikhluta var að þeir náðu að herða varnarleikinn á meðan heimamenn misstu einbeitinguna og tóku of margar vitlausar ákvarðanir í lok leiksins til að ná að landa sigrinum. Þórsarar eru náttúrlega með frábært sóknarlið þannig að þegar vörnin smellur saman þá eru þeir illviðráðanlegir. Bestu menn vallarins? Bæði lið fengu framlag frá mörgum mönnum í kvöld. Hjá ÍR fóru fjórir leikmenn yfir 10 stig og sex Þórsarar gerðu slíkt hið sama. Á engan er hallað þegar ég vel Larry Thomas sem mann leiksins en þegar hann losnaði úr álögunum sem ÍR-ingar höfðu lagt á hann þá skoraði hann stigin sem toguðu hans menn yfir línuna. Tölfræði sem vakti athygli? Eins og Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. talaði um í viðtali þá er ótrúlegt að hans menn hafi unnið leikinn en á sama tíma tapað 24 boltum. Sú var samt raunina og er það örsjaldan að manni finnst, að liðið sem tapar fleiri boltum vinnur leikinn. Hvað næst? Þór Þ. tekur á móti KR næst og býst Lárus við að Styrmir Snær snúi til baka úr meiðslu. Sá leikur skiptir máli í baráttunni um stöðu í efri helming deildarinnar og er mjög áhugaverður fyrirfram. ÍR fer í Hafnarfjörð og er það orðið nauðsynlegt að vinna þann leik til að halda stöðu sinni í áttunda sætinu. Þar er tækifæri til að sigra neðsta lið deildarinnar. Borce: Þegar maður er þreyttur þá nær maður ekki að einbeita sér Þjálfari ÍR var mjög ánægður með sína menn þrátt fyrir tap fyrir Þór Þ. fyrr í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og mjög áhugaverður leikur einnig. Þrátt fyrir tapið þá er ég mjög ánægður með að mínir menn spiluðu sem lið og gáfu allt í þennan leik. Við vorum mjög nálægt því að vinna en mín fyrstu viðbrögð eru að við misstum orkuna niður í leiknum. Það var erfiður leikur á Akureyri og langt ferðalag síðan. Við fengum einn dag til að jafna okkur og þetta telur.“ „Þorlákshöfn byrjaði mjög vel og við náðum að koma til baka sérstaklega í þriðja leikhluta. Svo missum við einbeitingun og tökum slæmar ákvarðanir og gerum mistök sem gerir það að verkum að þeir komast aftur inn í leikinn. Svo í lokin þá hafa Þórsarar bara meiri orku og virkuðu ferskari og með meira sjálfstraust á meðan við náðum ekki að klára þetta.“ ÍR spilaði mjög ákafa vörn á löngum köflum og var Borce spurður að því hvort þetta hafi verið spurning um að halda einbeitingu til að sigla sigrinum heim. „Algjörlega. Þegar maður er þreyttur þá nær maður ekki að einbeita sér og við töpuðum einbeitingunni. Það er hægt að taka sem dæmi vítaskotið hérna í lokin þar sem mínir menn gleyma því að Þór átti bara eitt víti og við missum sóknarfrákast til þeirra og þetta verður fjögurra stiga sókn. Síðan í stöðunni 92-90 missum við boltann og gefum þeim hraðaupphlaup og þetta var auðveld karfa fyrir Drungilas. Þetta atvik drap sjálfstraustið okkar. Þó það hafi verið nægur tími til að komast til baka þá höfðum við ekki nóg af ferskum leikmönnum til að klára þetta.“ „Þetta var erfitt en við þurfum að taka það jákvæða út úr þessu. Við börðumst og gáfum allt í leikinn og liðið spilaði eins og lið. Við söknuðum Sæþórs en það er mikilvægt að hvíla menn en hann kemur vonandi aftur í næsta leik. Við höldum áfram.“ Dominos-deild karla ÍR Þór Þorlákshöfn
Þór Þ. vann ÍR í leik sem best er lýst sem kaflaskiptum en á endanum skiptir máli að skora fleiri stig en andstæðingurinn og það gerði Þór Þ. en leikurinn endaði 98-104. Það voru gestirnir í Þór Þ. sem byrjuðu töluvert betur í leiknum í kvöld. Það rigndi þristum frá Þorlákshöfn og á hinum endanum náðu þeir að gera ÍR-ingum virkilega erfitt fyrir. Heimamenn virkuðu á köflum fyrsta leikhluta ráðalausir en náðu vopnum sínum örlítið þannig að gestirnir voru ekki of langt undan eftir leikhlutann sem endaði 25-31. Í öðrum leikhluta snerist taflið við og það voru ÍR-ingar sem léku við hvern sinn fingur sóknarlega og þvinguðu gestina oft á tíðum í að tapa boltanum eða taka erfiðari skot. Þriggja stiga skotin höfðu verði galopin í fyrsta fjórðung en þau voru það alls ekki í þeim öðrum. ÍR náði forskotinum sem varð þó ekki nema fjögur stig mest og á endanum þrjú stig í lok fyrri hálfleiks 55-52. Sami gangur var á leiknum í þriðja leikhluta þar sem ÍR réð ferðinni og komust þeir mest 14 stigum yfir með sömu uppskrift. Sterk vörn og góður sóknarleikur inn í teig þar sem Þórsara áttu mjög erfitt með að stoppa t.d. Zvonko Buljan, Evan Singletary og Everage Richardson. Í lok leikhlutans fundu gestirnir ryþmann aftur og löguðu stöðuna örlítið þannig að munurinn var 10 stig, 83-73, þegar þriðja leihluta lauk. Þá hertist varnarleikur gestanna aftur og sigu þeir fram úr hægt en örugglega en þeir jöfnuðu leikinn í 92-92 þegar tæpar fjórar mínútur voru eftir. Þjálfari ÍR talaði um það í viðtali eftir leik að þreyta hafi einkennt sína menn í lok leiksins og virtist það vera rétt því einbeitingin var engin og náði Þór að byggja upp fínt forskot á lokamínútunum og landa sjö stiga sigri 98-105. Þór klýfur upp í annað sætið á meðan ÍR-ingar þurfa að fara að ná sigurleikjum svo þeir missi ekki Tindastól yfir sig í áttunda sætið sem gefur síðasta sætið í úrslitakeppninni. Afhverju vann Þór Þ.? Það eru líklega flestir sammála því að Þór Þ. sé með betra körfuboltalið en ÍR enda hefur stöðutaflan sjaldan logið að okkur. Hinsvegar þá voru þeir í bölvuðu brasi með ÍR-inga lungað úr leiknum. Það sem gerðist í fjórða leikhluta var að þeir náðu að herða varnarleikinn á meðan heimamenn misstu einbeitinguna og tóku of margar vitlausar ákvarðanir í lok leiksins til að ná að landa sigrinum. Þórsarar eru náttúrlega með frábært sóknarlið þannig að þegar vörnin smellur saman þá eru þeir illviðráðanlegir. Bestu menn vallarins? Bæði lið fengu framlag frá mörgum mönnum í kvöld. Hjá ÍR fóru fjórir leikmenn yfir 10 stig og sex Þórsarar gerðu slíkt hið sama. Á engan er hallað þegar ég vel Larry Thomas sem mann leiksins en þegar hann losnaði úr álögunum sem ÍR-ingar höfðu lagt á hann þá skoraði hann stigin sem toguðu hans menn yfir línuna. Tölfræði sem vakti athygli? Eins og Lárus Jónsson þjálfari Þórs Þ. talaði um í viðtali þá er ótrúlegt að hans menn hafi unnið leikinn en á sama tíma tapað 24 boltum. Sú var samt raunina og er það örsjaldan að manni finnst, að liðið sem tapar fleiri boltum vinnur leikinn. Hvað næst? Þór Þ. tekur á móti KR næst og býst Lárus við að Styrmir Snær snúi til baka úr meiðslu. Sá leikur skiptir máli í baráttunni um stöðu í efri helming deildarinnar og er mjög áhugaverður fyrirfram. ÍR fer í Hafnarfjörð og er það orðið nauðsynlegt að vinna þann leik til að halda stöðu sinni í áttunda sætinu. Þar er tækifæri til að sigra neðsta lið deildarinnar. Borce: Þegar maður er þreyttur þá nær maður ekki að einbeita sér Þjálfari ÍR var mjög ánægður með sína menn þrátt fyrir tap fyrir Þór Þ. fyrr í kvöld. „Þetta var erfiður leikur og mjög áhugaverður leikur einnig. Þrátt fyrir tapið þá er ég mjög ánægður með að mínir menn spiluðu sem lið og gáfu allt í þennan leik. Við vorum mjög nálægt því að vinna en mín fyrstu viðbrögð eru að við misstum orkuna niður í leiknum. Það var erfiður leikur á Akureyri og langt ferðalag síðan. Við fengum einn dag til að jafna okkur og þetta telur.“ „Þorlákshöfn byrjaði mjög vel og við náðum að koma til baka sérstaklega í þriðja leikhluta. Svo missum við einbeitingun og tökum slæmar ákvarðanir og gerum mistök sem gerir það að verkum að þeir komast aftur inn í leikinn. Svo í lokin þá hafa Þórsarar bara meiri orku og virkuðu ferskari og með meira sjálfstraust á meðan við náðum ekki að klára þetta.“ ÍR spilaði mjög ákafa vörn á löngum köflum og var Borce spurður að því hvort þetta hafi verið spurning um að halda einbeitingu til að sigla sigrinum heim. „Algjörlega. Þegar maður er þreyttur þá nær maður ekki að einbeita sér og við töpuðum einbeitingunni. Það er hægt að taka sem dæmi vítaskotið hérna í lokin þar sem mínir menn gleyma því að Þór átti bara eitt víti og við missum sóknarfrákast til þeirra og þetta verður fjögurra stiga sókn. Síðan í stöðunni 92-90 missum við boltann og gefum þeim hraðaupphlaup og þetta var auðveld karfa fyrir Drungilas. Þetta atvik drap sjálfstraustið okkar. Þó það hafi verið nægur tími til að komast til baka þá höfðum við ekki nóg af ferskum leikmönnum til að klára þetta.“ „Þetta var erfitt en við þurfum að taka það jákvæða út úr þessu. Við börðumst og gáfum allt í leikinn og liðið spilaði eins og lið. Við söknuðum Sæþórs en það er mikilvægt að hvíla menn en hann kemur vonandi aftur í næsta leik. Við höldum áfram.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum