Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 22:38 Sjötíu prósent nýrra smita í Noregi í byrjun mars reyndust vera breska afbrigðið. Getty Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. Lýðheilsustofnun Noregs vann að rannsókninni og voru niðurstöður hennar kynntar í dag. Line Vold, yfirmaður hjá stofnuninni, segir hættuna á sjúkrahúsinnlögn aukast í öllum aldurshópum ef um breska afbrigðið er að ræða. Þá geti afbrigðið einnig valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Sjötíu prósent nýrra smita í Noregi í byrjun mars reyndust vera breska afbrigðið en faraldurinn hefur verið í töluverðum vexti þar í landi undanfarið. Á síðustu tveimur vikum hafa um tólf þúsund manns greinst með veiruna og mátti merkja mikla fjölgun í byrjun mánaðar. 165 voru lagðir inn á sjúkrahús í Noregi vegna kórónuveirunnar í annarri viku þessa mánaðar og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan í mars á síðasta ári. „Það er alvarlegt að þetta nýja og meira smitandi afbrigði virðist einnig auka líkurnar á sjúkrahúsinnlögn. Við höfum áhyggjur af útbreiðslunni með tilkomu þessa afbrigðis,“ sagði Vold um rannsóknina. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Lýðheilsustofnun Noregs vann að rannsókninni og voru niðurstöður hennar kynntar í dag. Line Vold, yfirmaður hjá stofnuninni, segir hættuna á sjúkrahúsinnlögn aukast í öllum aldurshópum ef um breska afbrigðið er að ræða. Þá geti afbrigðið einnig valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Sjötíu prósent nýrra smita í Noregi í byrjun mars reyndust vera breska afbrigðið en faraldurinn hefur verið í töluverðum vexti þar í landi undanfarið. Á síðustu tveimur vikum hafa um tólf þúsund manns greinst með veiruna og mátti merkja mikla fjölgun í byrjun mánaðar. 165 voru lagðir inn á sjúkrahús í Noregi vegna kórónuveirunnar í annarri viku þessa mánaðar og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan í mars á síðasta ári. „Það er alvarlegt að þetta nýja og meira smitandi afbrigði virðist einnig auka líkurnar á sjúkrahúsinnlögn. Við höfum áhyggjur af útbreiðslunni með tilkomu þessa afbrigðis,“ sagði Vold um rannsóknina.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira