Dæmdir í fangelsi vegna bílstuldar og líkamsárásar í Sælingsdal Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 23:31 Reykhólasveit á Vestfjörðum. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á föstudag tvo menn í fangelsi fyrir að hafa stolið bifreið í Reykhólasveit á síðasta ári. Annar mannanna, sem hafði verið sviptur ökuréttindum, ók bifreiðinni undir áhrifum áfengis og amfetamíns og valt hún þegar förinni var heitið suður Vestfjarðarveg við Klofningsveg. Eftir bílveltuna hafði vegfarandi ætlað að koma mönnunum og konu sem var með í för til aðstoðar. Veittist þá annar þeirra að manninum; tók hann kverkataki, sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið og veitti honum hnéspark í andlitið. Ekki var kveðinn upp dómur varðandi ákæruliði konunnar þar sem hún var stödd erlendis í fíknimeðferð og var mál hennar aðskilið frá máli mannanna tveggja sökum þess. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi en báðir áttu að baki nokkurn sakaferil. Sá sem veittist að manninum hafði áður hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot sem og fíkniefnabrot. Ökumaður bílsins hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt vegna aksturs undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og var sú svipting áréttuð í dómsorði. Sá sem veittist að manninum hlaut sex mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm og dæmdur til að greiða brotaþola 250 þúsund krónur í miskabætur. Ökumaður bílsins var dæmdur til níutíu daga fangelsisvistar og mun þurfa að greiða eiganda bílsins 1,1 milljón vegna tjóns á bílnum. Báðum var gert að greiða sakarkostnað. Dómsmál Dalabyggð Reykhólahreppur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Eftir bílveltuna hafði vegfarandi ætlað að koma mönnunum og konu sem var með í för til aðstoðar. Veittist þá annar þeirra að manninum; tók hann kverkataki, sló hann ítrekað með krepptum hnefa í andlitið og veitti honum hnéspark í andlitið. Ekki var kveðinn upp dómur varðandi ákæruliði konunnar þar sem hún var stödd erlendis í fíknimeðferð og var mál hennar aðskilið frá máli mannanna tveggja sökum þess. Mennirnir játuðu brot sín fyrir dómi en báðir áttu að baki nokkurn sakaferil. Sá sem veittist að manninum hafði áður hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot sem og fíkniefnabrot. Ökumaður bílsins hafði verið sviptur ökuréttindum ævilangt vegna aksturs undir áhrifum áfengis- og fíkniefna og var sú svipting áréttuð í dómsorði. Sá sem veittist að manninum hlaut sex mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm og dæmdur til að greiða brotaþola 250 þúsund krónur í miskabætur. Ökumaður bílsins var dæmdur til níutíu daga fangelsisvistar og mun þurfa að greiða eiganda bílsins 1,1 milljón vegna tjóns á bílnum. Báðum var gert að greiða sakarkostnað.
Dómsmál Dalabyggð Reykhólahreppur Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira