NBA dagsins: Einn af skemmtilegustu leikjunum á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 15:01 Luke Kennard átti ótrúlegan seinni hálfleik í sigri Los Angeles Clippers. AP/Mark J. Terrill Ein löng sigurganga og ein miklu lengri taphrina enduðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021) NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Houston Rockets vann leik í NBA-deildinni í kvöld sem ætti svo sem ekki að vera stórfrétt nema fyrir það að liðið var ekki búið að vinna leik í einn og hálfan mánuð. Tuttugu leikja taphrina Houston Rockets og átta leikja sigurganga Atlanta Hawks enduðu báðar í nótt. Houston Rockets fagnaði á móti fyrrum meisturum Toronto Raptors og Los Angeles Clippers vann endurkomusigur á Atlanta Hawks liðinu. John Wall hjá Houston bauð upp á þrennu í 117-99 sigri á Toronto Raptors (19 stig, 11 fráköst og 10 stoðsendingar) en hann faðmaði þjálfara sinn, Stephen Silas, í leikslok. „Ég sagði við hann: Nú náðum við loksins einum. Ég sagði líka að ég ætla berjast með honum til enda sama hvað og hann sagði það sama við mig. Enginn þjálfari vill þurfa að glíma við svona mótlæti á hans fyrsta ári. Ég er ánægður fyrir hans hönd,“ sagði John Wall. Tuttuga leikja taphrina Houston Rockets var orðin sú níunda versta í sögunni og liðið hafði ekki unnið leik síðan 4. febrúar síðastliðinn. Það var búið að ganga eins og í sögu hjá Nate McMillan síðan að hann tók við liði Atlanta Hawks og það leit út fyrir níunda sigurinn á móti Los Angeles Clippers í nótt. Clippers liðið endaði leikinn á 53-22 spretti, vann sig til baka og endaði sigurgöngu Hawks með 119-110 sigri. „Mér fannst mínir menn vera farnir að fagna. Þeir gerðu smá breytingar, stilltu upp litlu liði og á sama tíma þá misstum við einbeitingu og kláruðum ekki leikinn,“ sagði Nate McMillan, þjálfari Atlanta Hawks. „Þetta var einn skemmtilegasti leikurinn sem ég hef tekið þátt í á körfuboltaferlinum,“ sagði Luke Kennard sem hitti úr öllum átta skotunum sinum og skoraði tuttugu stig í endurkomu Clippers í seinni hálfleiknum. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá þessum tveimur leikjum sem og sigri Memphis Grizzlies á Boston Celtics í framlengingu auk bestu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins (frá 22. mars 2021)
NBA Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum